Fara í innihald

Möttulstrókur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Möttulstrókur myndast í iðrum jarðar. Þessi fyrirbæri eru öflugir, staðbundnir uppstreymisstaðir sem ná djúpt niður í möttulinn.[1] Heitt efni (fast efni sem er um 200° C heitara en umhverfið) myndar möttulstrókinn, en vegna hitans er strókurinn eðlisléttari og því rís jarðskorpan yfir stróknum ofar en jarðskorpan í kring (um 5-40 km). Þegar jarðskorpan rís losnar þrýstingur og efsti hluti möttulstróksins bráðnar og myndar oftast basalt kviku. Kvikan sem berst upp með möttulstróknum ber þess merki að hafa verið í iðrum jarðar í allt að 2000 milljón ár, án þess að hafa komið upp á yfirborðið. Efnasamsetning kvikunnar er frábrugðin venjulegri kviku, hvað varðar magn léttmálma í henni. Svæði yfir möttulstrókum kallast heitir reitir. Möttulstrókar eru hringrásarstraumar sem myndast vegna varmamyndunar og varmaburðar í iðrum jarðar og kólnunar á yfirborði hennar. Varmaburðurinn lýsir sér þannig að heitara og eðlisléttara efni rís og kaldara, þéttara efni sekkur.[2]


Geology.com

  1. Sigurður Steinþórsson. (2003, október). Sótt 12. apríl 2009 á vísindavefnum[óvirkur tengill]
  2. Sótt 12. apríl 2009 á ebonline.com