Valentine's Day

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valentine's Day
LeikstjóriGarry Marshall
HandritshöfundurKatherine Fugate
Söguþráður:
Katherine Fugate
Abby Kohn
Marc Silverstein
FramleiðandiSamuel J. Brown
Mike Karz
Wayne Allan Rice
Josie Rosen
LeikararJessica Alba
Jessica Biel
Kathy Bates
Bradley Cooper
Eric Dane
Patrick Dempsey
Hector Elizondo
Jamie Foxx
Jennifer Garner
Topher Grace
Anne Hathaway
Carter Jenkins
Ashton Kutcher
Queen Latifah
Taylor Lautner
George Lopez
Shirley MacLaine
Emma Roberts
Julia Roberts
Taylor Swift
DreifiaðiliWarner Bros.
New Line Cinema
FrumsýningFáni Bandaríkjana 12. febrúar 2010
Lengd125
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$ 52 milljónir
FramhaldNew Year's Eve (2011)

Valentine's Day er bandarísk rómantísk gamanmynd frá árinu 2010 sem leikstýrt var af Garry Marshall. Katherine Fugate skrifaði handritið upp úr bók eftir sjálfa sig, Abby Kohn og Marc Silverstein. Myndin skartaði mörgum frægum leikurum eins og Julia Roberts, Bradley Cooper, Ashton Kutcher, Jessica Alba, Patrick Dempsey, Anne Hathaway, Jessica Biel, Jamie Foxx, Jennifer Garner, George Lopez, Hector Elizondo, Nigel Quashie, Emma Roberts, Taylor Swift, Taylor Lautner, Eric Dane, Queen Latifah, Shirley MacLaine og Topher Grace.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Í Los Angeles biður blómasalinn Reed Bennett (Ashton Kutcher) kærustunnar sinnar Morley (Jessica Alba) og hún játar. Vinir hans, Alphonso (George Lopez) og Julia Fitzpatrick (Jennifer Garner), verða mjög hissa. Morley skiptir um skoðun og fer frá Reed seinna þennan dag. Alphonso segir Reed að hann og Julia vissu að sambandið myndi aldrei ganga á milli hans og Morley og Reed óskar þess að þau hafi sagt honum það.

Í flugvél á leið til Los Angeles hittir Kate Hazeltine (Julia Roberts), kapteinn í bandaríska hernum í eins dags leyfi, nýlega einhleypann Holden Bristow (Bradley Cooper). Kate og Holden tala saman, spila og segja brandara. Þegar Kate þarf að bíða í marga klukkutíma eftir leigubíl, býður Holden henni glæsivagninn sinn, sem Kate þiggur.

Julia, grunnskólakennari er nýlega ástfangin af Dr. Harrison Copeland (Patrick Dempsey) en veit ekki að hann er giftur. Reed kemst að því þegar Harrison pantar blóm fyrir bæði hana og eiginkonuna. Reed varar Juliu við en hún neitar að trúa honum og fer upp í flugvél til San Francisco (þar sem Harrison segist vera að gera aðgerð). Hún fer á spítalann sem hann segist vera á og spyr eftir honum. Hjúkrunarkonurnar við borðið segja henni að hann sé giftur og segja henni nafnið á veitingastaðnum sem hann ætlar að fagna deginum með konunni. Hún klæðir sig upp sem þjónustustúlku og gerir læti á veitingastaðnum og gefur Harrison dótið sem hann hafði gefið henni um morguninn.

Einn nemenda Juliu, Edison (Bryce Robinson), pantar blóm frá Reed sem hann vill láta senda til „elskunnar sinnar“. Það er seinkun á sendingunni en Edison krefst þess að Reed komi blómunum til skila þennan sama dag. Þau eru til Juliu, sem leggur til að Edison gefi blómin til stúlku sem er með honum í bekk, sem hann gerir svo.

Barnapía Edisons, Grace (Emma Roberts), ætlar að missa meydóminn með kærastanum Alex (Carter Jenkins). Planið fer út um þúfur þegar mamma Grace gengur inn á nakinn Alex í herbergi Grace þar sem hann er að æfa lagið sem hann samdi fyrir Grace á gítarinn sinn. Á meðan amma og afi Edisons, Edgar (Hector Elizondo) og Estelle (Shiley MacLaine) eiga í vandræðum eftir langt hjónaband. Grace útskýrir fyrir þeim að hún vilji stunda kynlíf með Alex og segir „Það er ekki eins og ég muni bara sofa hjá einni manneskju“. Þetta veldur Estelle uppnámi og leiðir til þess að hún segir Edgar frá framhjáhaldi sem hún átti í við einn af viðskiptafélögum hans.

Menntaskólavinir Grace, Willy (Taylor Lautner og Felicia (Taylor Swift), eru nýlega ástfangin og hafa ákveðið að bíða með kynlíf. Á Valentínusardaginn gefur Willy Feliciu stóran hvítan bangsa sem hún labba um með allan daginn og Felicia gefur honum gráan hlaupabol (sem hann átti fyrir) og hafði straujað númerið 13 á bakið „til lukku“. Fréttirnar taka viðtal við þau og þau auglýsa nýja ást sína og stuðning hvort annars.

Sean Jackson (Eric Dane) er samkynhneigður (ekki kominn út úr skápnum) fótboltaspilari og er að berjast við lok ferilsins ásamt fjölmiðlafulltrúanum sínum Köru (Jessica Biel) og umboðsmanninum Paulu (Queen Latifah). Kara, góðvinkona Juliu, er að skipuleggja árlega "Ég hata Valentínusardaginn" teitið sitt en verður fljótlega hrifin af íþróttafréttamanninum Kelvin Moore (Jamie Foxx) sem hefur verið sendur út á götu af framleiðandanum Susan (Kathy Bates) til að vinna frétt um Valentínusardaginn þar sem lítið er um að vera í íþróttunum, og deila þau hatri á þessum degi. Paula hefur nýlega ráðið nýjan móttökuritara sem heitir Liz (Anne Hathaway) sem hefur nýlega byrjað ástarsamband með póstmanninum Jason (Topher Grace). Jason verður í fyrstu mjög skelkaður þegar hann kemst að því að Liz vinnur fyrir sér með því að stunda símakynlíf. Jason ákveður að starfið hennar sé of mikið fyrir hann en hann ákveður seinna að halda sambandinu áfram.

Sean kemur út úr skápnum í beinni útsendingu og Holden (sem er ástmaður Seans) kemur aftur til hans. Kate fer heim til að hitta son sinn Edison. Willy skilar Feliciu heim eftir daginn og þau kveðjast. Kelvin og Kara hittast á stöðinni sem Kelvin vinnur á og kyssast, Alphonso á góðan kvöldverð með konunni, Grace og Alex bíða með kynlíf, Edgar og Estelle endurnýja hjúskaparheitin, Jason byrjar aftur með Liz og þau ákveða að tengjast í gegnum einföldu hlutina í lífinu, Morley sést úti að labba með hundinn að reyna að hringja í Reed og í lok myndarinnar kyssast Julia og Reed.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Valentines Day (film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.