Bradley Cooper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bradley Cooper
Bradley Cooper á Glastonbury tónlistarhátíðinni 2017
Fæddur
Bradley Charles Cooper

5. janúar 1975 (1975-01-05) (49 ára)
Abington Township, Pennsylvanía, BNA[1]
Skóli
 • Georgetown University (BA)
 • The New School (MFA)
Störf
 • Leikari
 • kvikmyndaleikstjóri
 • kvikmyndaframleiðandi
 • handritshöfundur
Ár virkur1999–í dag
Maki
 • Jennifer Esposito (g. 2006; sk. 2007)
 • Irina Shayk
  (2015–2019)
Börn1
Undirskrift

Bradley Cooper (f. 5. janúar 1975) er bandarískur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal British Academy Film Award og tvö Grammy-verðlaun, auk tilnefningar til níu Óskarsverðlauna, sex Golden Globe-verðlauna og Tony-verðlauna. Cooper birtist þrisvar sinnum á Celebrity 100 lista Forbes og á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2015. Kvikmyndir hans hafa þénað 11 milljarða á heimsvísu og hann hefur fjórum sinnum verið á lista yfir hæst launuðu leikara.

Cooper skráði sig í MFA námið hjá Actors Studio árið 2000 eftir að hafa byrjað feril sinn árið 1999 með gestahlutverki í sjónvarpsþáttunum Sex and the City. Hann lék sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í gamanmyndinni Wet Hot American Summer (2001) og hlaut nokkra viðurkenningu sem Will Tippin í sjónvarpsþáttunum Alias (2001-2006). Eftir að hlutverk hans í þáttunum var minnkað fékk hann efasemdir um starfsferil sinn en hann öðlaðist nokkra viðurkenningu með aukahlutverki í gamanmyndinni Wedding Crashers (2005). Hann sló í gegn í vinsælu myndinni The Hangover (2009) og frá henni komu tvær framhaldsmyndir árin 2011 og 2013. Ferill hans þróaðist með aðalhlutverkum í Limitless (2011) og The Place Beyond the Pines (2012).

Cooper náði auknum árangri með rómantísku gamanmyndinni Silver Linings Playbook (2012), svörtu gamanmyndinni American Hustle (2013) og stríðsævimyndinni American Sniper (2014), sem hann framleiddi einnig. Fyrir hlutverk sín í þessum myndum var hann tilnefndur til fjögurra Óskarsverðlauna. Árið 2014 lék hann Joseph Merrick í Brodway-uppfærslu á The Elephant Man þar sem hann hlaut tilnefningu til Tony-verðlauna sem besti leikari í leikriti. Sama ár hóf hann að tala fyrir Rocket í kvikmyndaheimi Marvel. Árið 2018 framleiddi Cooper, skrifaði handritið, leikstýrði og lék í endurgerð á rómantísku tónlistarmyndinni A Star Is Born. Hann var tilnefndur til þriggja Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina auk BAFTA-verðlauna og tveggja Grammy-verðlauna fyrir framlög hans til hljómplötu kvikmyndarinnar sem náði efsta sæti á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum og aðalsmáskífu hennar „Shallow“ sem náði toppsæti á vinsældalistum. Hann hlaut fleiri tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir að framleiða sálfræðitryllana Joker (2019) og Nightmare Alley (2021).

Cooper hefur verið kallaður kyntákn af fjölmiðlum og var útnefndur „Kynþokkafyllsti maður á lífi“ af tímaritinu People árið 2011. Hann styður nokkur góðgerðarsamtök sem hjálpa til við að berjast gegn krabbameini. Cooper var í skamman tíma giftur leikkonunni Jennifer Esposito og með fyrirsætunni Irina Shayk, sem hann var í sambandi með, á hann dóttur.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Bradley Cooper“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. júní 2023.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Bradley Cooper Shares 'Extremely Important' Message Urging Pennsylvanians To Vote“. CBS Philly. 30. október 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2021. Sótt 28. janúar 2021. „I was born in Abington. I grew up in Montgomery County.“
 2. „Bradley Cooper, Nick Hornby“. The Film Programme. 5. nóvember 2015. BBC Radio 4. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2020. Sótt 31. desember 2020.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.