Julia Roberts

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Julia Roberts
Julia Roberts árið 2009
Julia Roberts árið 2009
Upplýsingar
FæddJulia Fiona Roberts
28. október 1967 (1967-10-28) (56 ára)

Julia Fiona Roberts (fædd 28. október 1967) er bandarísk leikkona. Hún er þekkt fyrir að leika í rómantísku gamanmyndinni Pretty Woman á móti Richard Gere, sem halaði inn 463 milljónum dala um allan heim. Eftir að hafa fengið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir Steel Magnolias árið 1990 og Pretty Woman 1991 vann hún verðlaunin árið 2001 fyrir frammistöðu sína í Erin Borcovich. Myndirnar hennar sem eru meðal annars My Best Friend's Wedding, Stepmom, Mystic Pizza, Notting Hill, Runaway Bride, Valentine's Day og glæpamyndir eins og The Pelican Brief og Ocean's Eleven og Twelve hafa samtals halað inn 2 milljörðum dollara og gerir það hana að leikkonunni sem hefur halað inn mestum peningum fyrir myndirnar sínar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.