Kathy Bates

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kathy Bates árið 1999

Kathleen Doyle Bates (fædd þann 28. júní árið 1948) betur þekkt sem Kathy Bates er bandarísk kvikmyndaleikkona og leikstjóri. Hún varð fræg árið 1990 þegar hún vann óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Misery sem var byggð á samnefndri bók eftir Stephen King. Hún er einnig þekkt fyrir leik sinn sem Molly Brown í kvikmynd James Camerons Titanic. Hún hefur einnig leikstýrt sjónvarpsþáttum en aldrei stórri kvikmynd.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.