Valdimar Jóhannsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valdimar Jóhannsson
Valdimar árið 2021.
Fæddur28. apríl 1978 (1978-04-28) (46 ára)
StörfKvikmyndaleikstjóri,
handritshöfundur

Valdimar Jóhannsson (f. 28. apríl 1978) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Valdimar hefur unnið hin ýmsu störf kvikmyndagerðar, m.a.s. gripill, ljósamaður, tökumaður og brellutæknir.[1] Valdimar lærði við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2001. Seinna lá leið hans til Bosníu og Hersegóvínu þar sem hann stundaði nám við kvikmyndaskólann Film Factory í Sarajevó á árunum 2012-2015 hjá ungverska leikstjóranum Béla Tarr.[2] Fyrsta kvikmynd Valdimars í fullri lengd er Dýrið (2021) sem hann bæði leikstýrði og skrifaði.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Harmsaga (2008) (Stuttmynd)
  • Dögun (2012) (Stuttmynd)
  • Dýrið (2021)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Valdimar Jóhannsson“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 15. janúar 2022.
  2. Jóhannsson 1979-, Helgi (2021-11). Ég og Dýrið (Thesis thesis).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]