Fara í innihald

Béla Tarr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Béla Tarr
Béla Tarr árið 2012.
Fæddur21. júlí 1955 (1955-07-21) (68 ára)
Pécs í Ungverjalandi
ÞjóðerniUngverskur
StörfKvikmyndaleikstjóri
Handritshöfundur
Framleiðandi
Ár virkur1971-í dag

Béla Tarr (f. 21. júlí 1955) er ungverskur kvikmyndagerðarmaður. Tarr hóf leikstjórnarferil sinn með myndinni Családi tűzfészek (1979) sem hann kallar „félagslega kvikmyndagerð“, sem miðar að því að segja hversdagslegar sögur um venjulegt fólk, oft í stíl „cinéma vérité“. Næstu ár breytti hann þema kvikmynda sinna og um kvikmyndastíl. Tarr hefur verið sagður svartsýnn á mannkynið; persónur í verkum hans eru oft kaldhæðnislegar og eiga í róstusamlegum samskiptum sem gagnrýnendur hafa túlkað sem svartan húmor.

Eftir að Hesturinn í Tórínó (2011) kom út tilkynnti Tarr að hann ætlaði að hætta í kvikmyndagerð. Árið 2013 stofnaði hann kvikmyndaskólann Film Factory í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu.

Tarr hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík árið 2011 fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar.[1] Tarr var einn framleiðanda íslensku kvikmyndarinnar Dýrið (2021) eftir Valdimar Jóhannsson en þeir kynntust þegar Valdimar nam við skóla Tarr árin 2012-2015.[2]

Tarr fæddist í Pécs en ólst upp í Búdapest.[3] Foreldrar hans unnu bæði í leikhúsum og kvikmyndabransanum; faðir hans var leikmyndahönnuður og móðir hans vann sem hvíslari í leikhúsi í yfir 50 ár.

Kvikmyndaskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir í fullri lengd

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill
1979 Családi tűzfészek Hreiðurgerð[1]
1981 Szabadgyalog
1982 Panelkapcsolat
1984 Őszi almanach
1988 Kárhozat Bölvun[4]
1994 Sátántangó Kölskatangó[5]
2000 Werckmeister harmóniák Harmónía Werckmeisters[6]
2007 A londoni férfi
2011 A torinói ló Hesturinn í Tórínó[6]

Sjónvarpsmyndir

[breyta | breyta frumkóða]
 • Makbeth (1982)

Stuttmyndir

[breyta | breyta frumkóða]
 • Hotel Magnezit (1978)
 • Utazás az alföldön (1995)
 • Visions of Europe (2004), hluti: Prologue

Heimildamyndir

[breyta | breyta frumkóða]
 • Az utolsó hajó (1990, 31 mínúta), hluti úr City Life
 • Muhamed (2017, 10 mínútur)
 • Missing People (2019, 95 mínútur)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. 1,0 1,1 „Tarr hlaut heiðursverðlaun RIFF - RÚV.is“. RÚV. Sótt 9. desember 2023.
 2. Jóhannsson 1979-, Helgi (2021-11). Ég og Dýrið (Thesis thesis).
 3. Adam Bingham (júlí 2011). Directory of World Cinema. Intellect Books. bls. 206–. ISBN 978-1-84150-518-3.
 4. Ragnarsson 1989-, Gunnar (2020-09). Jeppi á fjalli: Breytufrásögnin í Keimi af kirsuberjum eftir Abbas Kiarostami (Thesis thesis).
 5. Aradóttir, Júlía (6. mars 2023). „Heimsósómi með dassi af húmor - RÚV.is“. RÚV. Sótt 9. desember 2023.
 6. 6,0 6,1 „Tarr hlaut heiðursverðlaun RIFF - RÚV.is“. RÚV. Sótt 9. desember 2023.