Ég heiti Kristján Rúnarsson. Ég er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík af Eðlisfræðideild. Ég lærði klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík (ásamt aukagreinum) og síðar í Utrecht í Hollandi, en þaðan útskrifaðist ég með B.Mus.-gráðu árið 2013. Ég lærði við Háskóla Íslands japönsku veturinn 2006–7 og almenn málvísindi ásamt tölvunarfræðinámskeiðum 2013–15 og útskrifaðist með BA-gráðu í almennum málvísindum frá HÍ 2015 (með japönsku sem aukagrein) og MA-gráðu í máltækni 2017. Ég er einn stjórnenda þessarar íslensku deildar Wikipedíu, en hef einnig unnið við þá ensku. Þó vinn ég langmest á ensku Wikiorðabókinni. Megináhugasvið mín eru tónlist, tungumál og tölvur, en af fleiri áhugamálum mínum má nefna shōgi (japanska skák), lögfræði (helst stjórnskipunarrétt) og fantasíubókmenntir.