Lárus Halldór Grímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lárus Halldór Grímsson (f. 13. desember 1954) er íslenskur hljómsveitarstjóri, hljóðfæraleikari, blásarakennari og tónskáld. Hann stjórnar Lúðrasveit Reykjavíkur og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hann kennir bæði í tengslum við Skólahljómsveit Vesturbæjar og við Tónlistarskóla Seltjarnarness á þverflautu, klarínett og saxófón.

Lárus byrjaði 10 ára gamall að spila á þverflautu með Skólahljómsveit Vesturbæjar. Árið 1971 hóf hann svo nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann hélt áfram flautunáminu. Árið 1979 fór hann til Hollands og gekk í skólann Institut voor sonologie í Utrecht, þar sem hann lærði mikið hjá Jaap Vink. Lárus lauk námi þaðan árið 1984, en hélt áfram störfum við stofnunina.

Tónsmíðar Lárusar eru mestmegnis raftónlist, en á seinni árum hefur hann snúið sér meira að hljóðfæratónlist.

Verkalisti[breyta | breyta frumkóða]

 • 1980 – Þráfylgni fyrir segulband
 • 1981 – Og þá riðu hetjur um héruð fyrir segulband
 • 1981 – Rumsk fyrir strengi, sex flautur og 4 slagverksleikara
 • 1981 – Sambúðarsundurþykkja fyrir sembal, horn og segulband
 • 1982-83 – Winter Romanticism fyrir segulband
 • 1984 – Back to the Beginning Again? fyrir fagott og segulband
 • 1984 – Eitt sinn poppari ávallt poppari fyrir tvo gítara, píanó, sembal og segulband
 • 1985 – I Sing the Body Electric fyrir kór og segulband
 • 1986 – Amalgam fyrir segulband
 • 1987 – By the Skin of My Teeth fyrir sembal (hljóðgervil) og segulband
 • 1987 – Le Voeu fyrir segulband
 • 1988 – Kiss of The Spiderwoman fyrir segulband
 • 1989 – The Tempest fyrir segulband
 • 1990 – Hotel Thingvellir fyrir segulband
 • 1991 – Farvegir fyrir píanó
 • 1992 – Klarínettukvartett
 • 1993 – Tales from a Forlorn Fortress fyrir fagott, fiðlu, víólu og selló
 • … – Slúðurdálkurinn fyrir sólóklarínett
 • … – 'Tis a Stairway, Not a Street fyrir gítar og flautu
 • … – Frískir menn og fölar meyjar fyrir sjö blásara, tvo slagverksleikara og bassagítar
 • … – Tónlist við leikritið Næturgalann
 • 2002 – Ann ég dýrust drósa fyrir kvæðamann og blásarasveit
 • 2005 – Óður / Óður II fyrir flautu og blásarasveit

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • „Lárus Halldór Grímsson“. Sótt 31. mars 2006.
 • „Dagskrá Lúðrasveitar Reykjavíkur“. Sótt 31. mars 2006.
 • „Íslenska óperan – Lárus Halldór Grímsson“. Sótt 31. mars 2006.