Ufsakristur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ufsakristur er einn af dýrgripum Þjóðminjasafn Íslands og svo nefndur vegna þess að hann er fenginn frá Upsakirkju í Svarfaðardal. Ufsakristur er talinn elsta kristsmynd sem varðveitt er á Íslandi, þó erfitt sé að fullyrða um slíkt. Gripurin er talinn íslensk smíð frá því um 1200, og er einn af sjö lykilgripum Þjóðminjasafnsins.

Ufsakristur kom til Þjóðminjasafnsins eftir að Upsakirkja fauk og eyðilagðist í kirkjurokinu mikla aldamótaárið 1900. Þegar ný kirkja var byggð voru gripir hennar endurnýaðir og með biskupsráði voru nokkrir munir hennar seldir Forngripasafninu m.a. til að standa straum af byggingarkostnaði. Þessir gripir þóttu þá allt eins eiga heima á safni og í kirkju.

Ufsakristur er skorinn úr birki og hefur áður verið róða á róðukrossi sem nú er glataður. Hann er í rómönskum stíl, teinréttur með arma teygða beint út til hliðanna, með lendaklæði, sítt hár og kórónu. Ufsakristur hefur verið málaður, enda má enn greina smávegis leifar af málningunni. Eftirmynd af gripnum er til sýnis á byggðasafninu á Hvoli á Dalvík.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Ufsakristur á vef Þjóðminjasafnsins“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi menningargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.