Örblogg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Örblogg er útsending og miðlun á sérstakri gerð af bloggi. Örblogg er frábrugðið hefðbundnu bloggi á þann hátt að blogg eru minni að umfangi og stærð, oft ekki nema stuttar setningar, einstakar myndir eða tenglar. Tumblr og Twitter eru örbloggskerfi. Einnig má líta á stöðuuppfærslur á Facebook eru líka örblogg.

Örblogg hafa reynst mikilvæg fyrir fréttauppfærslur í rauntíma. Örblogg hafa einnig gert mögulegt að fylgjast með og vakta umhverfi og koma út og dreifa til margra boðum og skilaboðum sem tengja í lengra og ítarlegra efni. Örblogg geyma oft ýmis konar lýsigögn (metadata) svo sem upplýsingar um stað og tíma.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.