Fágað fall
Útlit
(Endurbeint frá Tvinnfágað fall)
Fágað fall er raungilt fall, sem setja má fram með veldaröð, sem er a.m.k. samleitin innan tiltekins samleitnibils. Fáguð föll eru óendanlega oft deildanleg og eru í raun Taylorröð fallsins í nágrenni tiltekins punkts. Fáguð föll, sem skilgreind eru á hlutmengi tvinntalnasléttunnar, kallast tvinnfáguð föll og eru þau samleitin innan s.n. samleitnigeisla. Tvinnfágað fall, skilgreint á allri tvinntalnasléttunni, nefnist heilt fall.
Dæmi um fáguð föll: margliða, hornafall, veldisfall og logri.