Fara í innihald

Tunnumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tunnumál er mælieining sem var notuð við viðskipti á vörum. Steinkolatunna er 176 pottar eða 8 skeffur á 22 pottar. Korntunna er 144 pottar eða 8 skeffur á 18 potta og eftir henni var mælt korn, aldin, salt, krít, kalk og fleira. Öltunna er 136 pottar. Eftir henni var mælt öl, mjöl, smjör, olía, lýsi, tólg, kjöt, fiskur, sápa og fleira. Brennivínstunna er 120 potta. Eftir henni var mælt brennivín og tjara. Síldartunna er 120 pottar. Tunna af smjöri og annarri feiti á að vega 224 a. Vörur eins og salt, steinkol, börkur, korn, kúmen, kalk, síld, ávextir, smjör, kjöt og flesk og annað feitmeti voru fluttar og mældar í tunnum og voru mælieiningar:

lest - tunna - skeppa - fjórðungsker - áttungur - hálfáttungur - pottur - peli

Aðrar mælieiningar voru notaðar um fljótandi vöru í tunnum eins og öl, brennivín, edik og olía en þar voru mælieiningar

tunna - hálftunna - tunnufjórðungur - anker - hálfanker - pottur - peli |1 tunna er tvær hálftunnur |1 hálftunna er 2 tunnufjórðungar (áma) |1 tunnufjórðungur er 2 ánker. |1 anker er 17 pottar |1 pottur er 4 pelar.