Fara í innihald

Tólg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tólg er hörð fita af nautgripum eða sauðfé. Áður fyrr bjuggu menn til kerti úr tólg, en þau eru sjaldgæf nú til dags vegna þess að þau þykja ósa meira og lykta verr en önnur kerti. Bráðin tólg er höfð til matar, vanalega til að steikja eða djúpsteikja t.d. franskar kartöflur eða kleinur, eða þá hellt út á t.d. siginn fisk eða kæsta skötu. Tólg geymist vel við stofuhita, en þránar ef loft kemst að henni. Fyrir tíð nútíma niðursuðu var bráðinni tólg oft hellt yfir nýsoðið kjötmeti til að það geymdist betur.