Fara í innihald

Tunglferðin (kvikmynd frá 1902)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stilla úr myndinni.

Tunglferðin (franska: Le voyage dans la lune) er frönsk vísindaskáldsögumynd frá 1902 eftir Georges Méliès. Myndin byggist á ýmsum sögum, þar á meðal skáldsögunni Ferðin til tunglsins eftir Jules Verne frá 1865. Í myndinni ferðast hópur stjörnufræðinga til tunglsins með hylki sem skotið er úr risastórri fallbyssu. Þar hitta þeir fyrir tunglbúa sem hafast við neðanjarðar. Þeir komast aftur til jarðar með því að velta hylkinu út í geiminn með reipi, en einn tunglbúinn grípur í reipið og fylgir með þegar hylkið fellur til jarðar og lendir í sjónum þar sem þeim er bjargað.

Sýning á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndasýning á Íslandi fór fram á Akureyri þann 27. júní árið 1903 í nýlega reistu húsi Góðtemplarareglunnar þar í bæ. Sýningin var auglýst sem Edisons lifandi ljósmyndir og hafði að geyma nokkrar ólíkar myndir, jafnt frétta- og heimildarmyndir sem leikið efni. Þar á meðal var myndin um Tunglferðina sem þá var ekki nema ársgömul.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi 27. júní 1903, af vef Skjaladags 2008“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.