Fara í innihald

Georges Méliès

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georges Meliès um 1890

Marie-Georges-Jean Méliès (8. desember 186121. janúar 1938) var franskur töframaður og kvikmyndagerðarmaður sem var frumkvöðull í notkun tæknibrellna á árdögum kvikmyndanna, svo sem tvítöku, tímatöku, myndblöndun og handmálun á filmur. Tvær af frægustu kvikmyndum hans eru Ferðin til tunglsins (1902) og Le Voyage à travers l'impossible (1904). Hann gerði yfir 500 kvikmyndir fyrir fyrirtæki sitt Star Film til 1914 en varð á endanum gjaldþrota og missti kvikmyndaverið til Pathé. Franski herinn bræddi yfir 400 filmur með myndum hans í Fyrri heimsstyrjöld og þegar Pathé tók yfir kvikmyndaver Meliès árið 1923 eyðilagði hann sjálfur allar negatívur sem hann geymdi í kvikmyndaverinu auk leikmynda og búninga. Meðal annars vegna þessa hafa einungis um 200 kvikmyndir varðveist eftir hann. Á 3. áratugnum dró hann fram lífið sem sælgætis- og leikfangasölumaður á Montparnasse-lestarstöðinni í París. Seint á 3. áratugnum óx áhugi kvikmyndagerðarmanna á myndum hans og hann var heiðraður á margvíslegan hátt, meðal annars með orðu franska heiðursvarðarins, og fékk síðan inni á elliheimili Frönsku kvikmyndasamtakanna í Orly 1932. Þar vann hann með mörgum yngri kvikmyndagerðarmönnum til æviloka. Hann lést úr krabbameini eftir langvinn veikindi 1938.

Ævi hans varð innblástur fyrir myndskreyttu bókina The Invention of Hugo Cabret eftir Brian Selznick sem Martin Scorsese gerði kvikmyndina Hugo eftir árið 2011.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.