Fara í innihald

Transoxanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir mörk Transoxaníu, Kórasan og Kórasmíu.

Transoxanía eða Transoxíana („landið handan við ána Oxus“) var grísk-latneska heitið á landsvæði og menningarsamfélagi í Mið-Asíu sem var staðsett á milli ánna Amu Darya (Oxus) og Syr Darya (Jaxartes). Heitið Transoxanía komst í almenna notkun í Evrópu eftir landvinninga Alexanders mikla. Íranar þekktu þetta svæði sem Túran (til aðgreiningar frá Íran) og seinna nefndu Persar það Farā-rūd („handan árinnar“). Arabar tóku þetta heiti upp og nefndu svæðið mā wara al-nahr þegar þeir hófu að leggja það undir sig árið 673. Það tók langan tíma og hernaði lauk ekki fyrr en árið 751. Þegar Alexander lagði svæðið undir sig var það héraðið Sogdía sem Kýros mikli hafði lagt undir Akkamenídaríkið. Á þessu svæði byggðust upp borgirnar Búkara og Samarkand. Þar eru nú austurhluti Úsbekistan, vesturhluti Tadsíkistan, hluti af suðurhluta Kasakstan og suðurhluti Kirgistan.

Transoxanía var miðpunktur Tímúrveldisins sem stóð frá 14. öld til 16. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.