Fara í innihald

Tortilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tortillur

Tortilla er þunnt flatbrauð búið til úr fínmöluðu hveiti. Upphaflega voru tortillur búnar til úr maís (tortilla þýðir „lítil kaka“ á spænsku) en þetta maísbrauð var fundið upp fyrir komu Evrópumanna til Ameríku. Tortillan sem þekkt er í dag var fundin upp eftir hveiti var tekið til Nýja heimsins frá Spáni þegar þetta svæði var nýlendan Nýi Spánn. Tortillur eru búnar til úr gerlausu deigi með vatni sem er þrýst og þá bakað.

Frumbyggjar Norður-Mexíkós hafa borðað tortillur í nokkrar þúsundir en þær eru stór hluti mataræðis þessa fólks. Í dag eru þær framleiddar af fyrirtækjum um allan heim, sérstaklega í Norður-Ameríku, Evrópu og Austur-Asíu. Tortillur eru svipaðar suður-asísku flatbrauði sem heitir chapati, og flatbrauðinu sem borðað er í Mið-Austurlöndum og Miðjarðarhafslöndum. Í Kína er til svipað brauð eða „pönnukaka“ sem heitir laobing. Einnig er indverskt brauð roti sem er svipað tortillu.

Yfirleitt eru tortillur bornar fram með kjöti í rétti eins og taco, burrito og enchilada. Í Hondúras eru þær notaðar í baleadas.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.