Tjadvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd af Tsjadvatni frá 2001 þar sem vatnið sjálft er blátt og gróðurþekjan á gamla vatnsgrunninum er græn. Fyrir ofan eru myndir sem sýna breytinguna frá 1973 til 1997.

Tjadvatn er stórt, grunnt stöðuvatn í miðri Afríku. Vatnið skiptist á milli landanna Tjad, Kamerún, Níger og Nígeríu, en stærstur hluti þess er í vesturhluta Tjad. Það er gríðarlega mikilvægt vatnsforðabúr fyrir svæðið umhverfis það. Áin Sjarí er stærsta áin sem rennur í vatnið og flytur 90% vatnsins. Strendur vatnsins eru að mestu leyti mýrar, og í vatninu er mikið af litlum eyjum, fljótandi eyjum og leirum. Vatnið er einungis sjö metra djúpt þar sem það er dýpst og er því mjög viðkvæmt fyrir smávægilegum breytingum á hæð vatnsborðsins. Stærð þess breytist því eftir árstímum. Í vatninu lifa meðal annars krókódílar og flóðhestar.

Vatnið er talið vera leifar innhafs sem hefur þakið 300.000 km² svæði fyrir sex þúsund árum. Þegar Evrópubúar mældu vatnið fyrst 1823 var það eitt af stærstu stöðuvötnum heims.

Vatnið hefur minnkað mjög mikið frá því um miðja 20. öld vegna minnkandi rigninga. Líklegt þykir að það muni minnka enn frekar, eða hverfa jafnvel með öllu á 21. öld.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.