Fara í innihald

Hungurleikarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá The Hunger Games)
Hungurleikarnir
Hungurleikarnir
HöfundurSuzanne Collins
Upprunalegur titillThe Hunger Games
ÞýðandiMagnea J. Matthíasdóttir (2011)
LandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
TungumálEnska
StefnaDystópía
ÚtgefandiScholastic (í Bandaríkjunum)
JPV (á Íslandi)
Útgáfudagur
14. september 2008
ISBNISBN 9789935112255
FramhaldEldar kvikna 

Hungurleikarnir er skáldsaga eftir Suzanne Collins og er fyrsta skáldsagan í þríleik höfundarins. Hungurleikarnir komu út þann 14. september 2008 hjá forlaginu Scholastic. Hún hefur verið gefin út í kápu, kilju, hljóðbók og sem rafbók. Upphaflega voru Hungurleikarnir gefnir út í 200 þúsund eintökum. Hungurleikarnir hafa fengið mjög jákvæða dóma gagnrýnenda og annarra rithöfunda.[heimild vantar] Bókin hefur verið þýdd á 26 tungumál og réttindin seld til 38 landa. Hungurleikarnir voru þýddir á íslensku og gefnir út árið 2011.

Sögumaður Hungurleikanna er hin sextán ára Katniss Everdeen. Hún býr í ríkinu Panem sem reis á rústum Norður-Ameríku. Kapítal, höfuðborg ríkisins, er umkringd tólf umdæmum og drottna valdhafar hennar yfir öllum í Panem. Hungurleikarnir eru árlegur viðburður þar sem drengur og stúlka frá aldrinum 12 – 18 ára frá öllum umdæmunum tólf eru tilnefnd í hlutaveltu til að etja kappi í beinni útsendingu upp á líf og dauða. Reglurnar eru einfaldar: sá sigrar sem heldur lífi.

Bakgrunnur söguþráðar

[breyta | breyta frumkóða]

Hungurleikarnir eiga að gerast í óskilgreindri framtíð eftir að núverandi þjóðir Norður-Ameríku hafa orðið að engu og í stað þeirra hefur myndast alræðisríki sem kallast Panem. Panem samanstendur af hinnu ríku Kapítal og tólf öðrum (áður þrettán) fátækari umdæmum sem lúta stjórn Kapítalsins. Söguhetja þríleiksins, Katniss Everdeen, býr í 12. umdæmi sem er fátækasta umdæmið. Sem refsing fyrir uppreisn sem umdæmin höfðu gert mörgum áratugum áður eru á hverju ári einn strákur og ein stelpa á aldrinum 12 – 18 ára úr hverju umdæmi dregin út í lottói og neydd til að taka þátt í Hungurleikunum. Í leikunum, sem er sjónvarpað beint, þurfa þátttakendur að berjast til dauða á hættulegum leikvangi þar til aðeins einn stendur eftir. Umdæmi sigurvegarans er þá ríkulega verðlaunað með mat og öðrum nauðsynjavörum. Tilgangur Hungurleikanna er að skemmta íbúum Kapítalins og sem viðvörun og áminnig fyrir umdæmin um valdið sem Kapítalið hefur yfir þeim.

Yfirlit söguþráðar

[breyta | breyta frumkóða]

Hungurleikarnir

[breyta | breyta frumkóða]

Hungurleikarnir er fyrsta bókin í þríleiknum. Hungurleikarnir segja frá sögu Katniss Everdeen sem er sextán ára stelpa frá 12. umdæmi. Hún býður sig fram í 74. Hungurleikana til að koma í veg fyrir að yngri systir hennar, Prim, þurfi að fara. Ásamt Katniss er Peeta Mellark valinn til að taka þátt fyrir hönd 12 umdæmis í Hungurleikunum. Peeta hefur elskað Katniss frá því að hann sá hana fyrst. Katniss og Peeta sýnast ástfangin í leikunum og fá því undantekningu á reglunni að aðeins einn getur unnið og vinna þannig bæði leikana og snúa aftur heim sem sigurvegarar.

Hungurleikarnir voru þýddir á íslensku af Magneu J. Matthíasdóttur og gefnir út árið 2011.

Eldar kvikna

[breyta | breyta frumkóða]

Lagt hefur verið til að eftirfarandi efnisgrein verði færð yfir í aðra grein undir nafninu Eldar kvikna. Ræddu málið á spjallsíðunni

Í fyrstu bókinni var Katniss trú sjálfri sér í gegnum alla leikana og sveigði þannig reglurnar með hegðun sinni. Í Eldar kvikna kemst Katniss að því að stjórnendur leikanna eru reiðir út í hana út af hegðun hennar og út af því að hún kom af stað keðju viðbragða sem endaði með uppreisn í umdæmunum. Í kjölfarið eru Katniss og Peeta neydd til að taka aftur þátt í sérstakri útgáfu af 75. hungurleikunum sem kallast Quarter Quell með öðrum fyrverandi sigurverum Hungurleikanna. Þau og nokkrir aðrir keppendur halda sig saman og ná að eyðileggja leikvanginn og flýja leikana. Katniss er færð í umdæmi 13 sem flestir héldu að væri ekki lengur til. Peeta er hins vegar fangaður af Kapítalinu og umdæmi 12 er eyðilagt.

"Eldar kvikna" var þýdd af Guðna Kolbeinssyni og gefin út sumar 2012.

Hermiskaði

[breyta | breyta frumkóða]

Lagt hefur verið til að eftirfarandi efnisgrein verði færð yfir í aðra grein undir nafninu Hermiskaði. Ræddu málið á spjallsíðunni

Hermiskaði er þriðja og síðasta bókin í seríunni. Hún fjallar um uppreisn Katniss og umdæmana gegn Kapítól. Katniss er flóttamaður í 13. umdæmi og er nokkuð illa haldin eftir veru sína þar. Katniss er notuð sem sameiningartákn umdæmana í uppreisn þeirra gegn Kapítól og Snow forseta. Peeta sem hafði verið handsamaður af Kapítól er frelsaður ásamt öðrum föngum. Loks fara Katniss,Gale, Peeta, sem er enn þá að jafna sig eftir að vera bísaður með eitri (úr eltibísum, afkvæmi geitunga og brigslis), og hópur af fólki í Kapítól og ætla sér að ráða Snow forseta af dögum. Áður en Katniss tekst ætlunarverk sitt deyr systir hennar, Prim, í sprengjuárás. Snow segir Katniss seinna að Alma Coin, forseti 13. umdæmis hafi staðið að sprengjuárásinni, og hún drepur hana í staðin fyrir Snow með boganum sínum. Á endanum eru Katniss, Peeta, og Haymitch rekin aftur til 12. umdæmis - af því hún drap Coin - sem er í rústum. Smám saman taka sárin á sál Katniss að gróa. Móðir Katniss og Gale finna sér vinnu í öðrum umdæmum. Að lokum áttar Katniss sig á því að hún elskar Peeta af öllu hjarta og giftist honum og eftir mörg erfið ár eignast þau 2 börn.

Hermiskaði er komin út í íslenskri þýðingu.

Sögupersónur

[breyta | breyta frumkóða]

Lagt hefur verið til að eftirfarandi efnisgrein verði færð yfir í aðra grein undir nafninu Persónur í Hungurleikunum. Ræddu málið á spjallsíðunni

Katniss Everdeen

[breyta | breyta frumkóða]
Jennifer Lawrence

Katniss er sextán ára stúlka. Hún er aðalpersónan í bókunum. Katniss býr með mömmu sinni og systur sinni Primrose í 12. umdæmi. 12. umdæmi er eitt af fátækasta umdæmunum í Panem. 12 umdæmið sér um kol framleiðsluna fyrir höfðuborgina Kapítal. Pabbi Katniss dó í námuslysi þegar hann var að vinna í kolum. Katniss verður 74. framlag 12. umdæmis í Hungurleikunum eftir að hafa boðið sig fram í stað systur sinnar.

Jennifer Lawrence leikur Katniss í kvikmyndinni Hungurleikarnir.

Peeta Mellark

[breyta | breyta frumkóða]

Peeta er önnur fórn 12. umdæmis í 74. og 75. Hungurleikunum, hann er sonur bakara. Samband Katniss og Peeta byrjar þegar þau eru valin saman í 74. Hungurleikanna. Í viðtali fyrir Hungurleikana tjáir Peeta ást sína á Katniss. Í Hungurleikunum þróast samband þeirra og myndast sterk vinátta og ást.

Josh Hutcherson leikur Peeta í kvikmyndinni Hungurleikarnir.

Gale Hawthorne

[breyta | breyta frumkóða]

Gale er átján ára strákur sem býr í 12. umdæmi. Katniss og Gale eru bestu vinir og veiðifélagar. Gale og Katniss kynnast þegar þau hittast við veiðar. Þegar Katniss fer í Hunguleikana biður hún Gale um að sjá um fjölskylduna sína, en býr hann þá með móður sinni, 2 bræðrum og einni systur. Pabbi hans dó einnig í sama námuslysi og pabbi Katniss.

Liam Hemsworth leikur Gale í kvikmyndinni Hungurleikarnir.

Haymitch Abernathy

[breyta | breyta frumkóða]

Er miðaldra drykkfelldur maður sem vann 50. Hungurleikana þegar hann var átján ára. Hann er leiðbeinandi Peeta og Katniss fyrir Hungurleikana og kennir þeim ýmis ráð til að lifa af. Samband þeirra þriggja þróast í gegnum árin.

Woody Harrelson leikur Haymitch í kvikmyndinni Hungurleikarnir.

Primrose Everdeen

[breyta | breyta frumkóða]

Er systir Katniss, hún átti að vera fórn í Hungurleikunum en Katniss bauð sig fram í stað hennar.

Willow Shields leikur Primrose í kvikmyndinni Hungurleikarnir.

Kvikmyndin var frumsýnd 23. mars 2012 og er í þriðja sæti yfir bestu frumsýningarhelgi allra tíma en aðeins The Dark Knight og Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti hafa átt betri opnunarhelgi.

Eftir að hafa skrifað skáldsöguna skrifaði Suzanne Collins undir samning við Scholastic árið 2006. Fyrsta bókin var upphaflega prentuð í 50 þúsund eintökum en var síðan prentuð í um 200 þúsund eintökum tvisvar sinnum. Þann 11. febrúar 2010 höfðu verið seld 800 þúsund eintök af Hungurleikunum og réttindi af sölu bókarinnar var á 38 svæðum. Þann 8. nóvember 2010 voru Hungurleikarnir mest selda skáldsagan í bandaríska dagblaðinu The New York Times. Þegar myndin var fyrst frumsýnd hafði bókin verið á USA Today vinsældarlistanum í 135 vikur í röð.

Hungurleikarnir hafa unnið til fjölda verðlauna og verið heiðraðir við mörg tilefni. Bókin var nefnd ein af „Bestu bókum þessa árs“ í tímaritinu Publishers Weekly og „Mest áberandi barnabók ársins 2008“ í blaðinu New York Times. Árið 2009 var bókin verðlaunuð á Golden Duck verðlaunahátíðinni í flokknum „Skáldsögur fyrir unglinga“. 2008 unnu Hungurleikarnir verðlaun fyrir fantasíu og vísindaskáldskap. Árið 2012 var bókin útlistuð sem 33. besta bókin fyrir börn, með verðlaun fyrir mest spennandi endinn.

Leikarinn Josh Hutcherson hefur unnið til tvenna verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Hann vann „NewNowNext-verðlaunin“ 2012, þar sem hann var tilnefndur sem „next mega star“ eða næsta stórstjarna.