Kapítal
Kapítól eða höfuðborg Panem er í Hungurleikunum miðstöð hins miskunnarlausa einræðisstjórnarkerfis Panem. Og er staðsett norðvestan við Rocky Mountains í fyrrum Bandaríkjunum og Kanada. Umhverfis Kapítól eru tólf umdæmi sem höfuðborgin ríkir yfir með ógnarstjórn.
Íbúar höfuðborgarninnar standa fjarri umdæmanna tólf þar sem matarskortur og kúgun ræður ríkjum, en tíska, fögnuðir og skemmtanir á stórum skala eins og Hungurleikarnir á hug þeirra allan. Flestir íbúar höfuðborgarinnar sem lýst er í skáldsögunum virðast ekki hafa vitneskju um eða vera alveg sama um fátæktina og örbygðina sem ríkir í umdæmum Panem. Í samanburði við umdæmin er Kapítólin afar auðug og stendur tæknilega framarlega þar sem íbúarnir lifa áhyggjulausu lífi í lúxus. Þegar keppendur eða fórnir umdæmanna í Hungurleikunum koma til Kapítól bregður þeim við að sjá sóunina og öfgafullan lífstílinn sem viðgengst í Kapítól, til dæmis í veislu þar sem borinn er fram meiri matur en gestirnir geta í sig látið er vaninn að bjóða upp á ógleðisdrykki svo fólk geti kastað upp og haldið áfram að borða.
Tíska og stíll íbúa Kapítóls ber með sér lífstílinn og öfgana sem viðhafast þar. Tískan er frumleg, furðuleg og hégómafull þar sem íbúarnir lita húð sína og hár villtum litum, fá sér húðflúr og fara í ýktar skurðaðgerðir til að fylgja ákveðnum stíl.
Íbúar Kapítóls geta ekki verið dregnir út til að taka þátt í Hungurleikunum þar sem leikarnir voru settir upp sem refsing umdæmanna fyrir uppreisn sem féll. Leikarnir eru haldnir hátíðlegir árlega við mikla kátínu íbúa Kapítól. Í leikunum velja íbúarnir sinn uppáhalds keppanda/fórn sem þeir styðja með fjárstyrkum meðan leikarnir standa yfir. Þrátt fyrir blóðugt eðli leikanna verða íbúar Kapítóls iðulega tilfinningalega tengdir gengi uppáhalds keppenda sinna en eru samt ósnertir af ofbeldinu sem börnin verða fyrir.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „The Hunger Games universe“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. apríl 2012.