Fara í innihald

Terra Nova-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Terra Nova.
Skóglendi.

Terra Nova-þjóðgarðurinn (enska: Terra Nova National Park) er þjóðgarður á austurströnd Nýfundnalands. Hann var stofnaður árið 1957 og er 400 ferkílómetrar að stærð. Nafnið kemur frá latneska heiti Nýfundnalands. Salton's Brook er þar sem þjónustu má helst finna innan þjóðgarðsins.

Í þjóðgarðinum eru sjávarklettar, skógi vaxnar hæðir, mýrar og tjarnir. Meðal dýra á svæðinu eru: Elgur, hreindýr, svartbjörn, rauðrefur, snæhéri, gjóður, skallaörn, lundi gaupa, otur, minkur og bjór. Helstu barrtré eru svartgreni og balsamþinur.

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Fyrirmynd greinarinnar var „Terra Nova National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. jan 2017.