Súrt berg
Útlit
Súrt berg eða súrberg er kísilríkt storkuberg, venjulega ljósleitt.
Aðalsteindir eru kvars og feldspat en á Íslandi aðallega natríumfeldspat - albít/ólígóklas - en minna um kalífeldspat.
Eftir kísilmagni hefur storkuberg verði flokkað gróflega í þrennt
- súrt berg með kísli > 65%
- ísúrt berg með kísilmagn á milli 52-65%
- basískt berg með kísilmagn <52%
Eftir því sem bergkvikan er súrari því seigari er hún og því er súrt hraun mjög þykkt eins og Laugahraun og hrúgast upp sem gúll.
Tegundir
storkubergs
| |||
---|---|---|---|
Tegund | Basískt < 52% SiO2 | Ísúrt 52-65% SiO2 | Súrt >65% SiO2 |
Gosberg: | Basalt | Andesít • Íslandít | Ríólít |
Gangberg: | Dólerít | Granófýr | |
Djúpberg: | Gabbró | Díórít | Granít |