Skunkakál
Skunkakál | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Skunkakál að vori
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Symplocarpus foetidus Salisb. |
Skunkakál (fræðiheiti: Symplocarpus foetidus) er lítið, illalyktandi blóm sem vex í votlendi. Það á heimkynni sín í austurhluta Norður-Ameríku frá Nova Scotiu og Suður-Quebec vestur til Minnesota og allt suður til Norður-Karólínu og Tennessee. Einnig vex það í norðaustur-Asíu, austur-Síberíu, norðaustur-Kína, Kóreu og Japan.
Greiningareinkenni
[breyta | breyta frumkóða]Laufin eru stór; um 40 til 55 cm löng og 30 til 40 cm breið. Skunkakál blómstrar senmma á hverju vori og er blómið eini hluti plöntunnar sem sést upp úr jörðinni. Laufin koma seinna, en plantan getur brætt af sér 10 til 15 cm þykkan snjó með efnaskiptum. Forða til þess geymir blómið í stólparót sinni sem er oft 30 cm þykkur. Blómin 5 til 10 cm löng og fjólublá á litinn.
Ef laufin eru særð eða rifin af plöntunni gýs upp fnykur.