Svartfugl (skáldsaga)
Útlit
Svartfugl er söguleg skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, rithöfund, sem kom út á dönsku 1929 í Kaupmannahöfn. Hún kom út 1938 í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, en 1971 kom út íslensk þýðing höfundar. Verkið var einnig þýtt á hollensku, þýsku, sænsku og ítölsku. Verkið hlaut nær eingöngu jákvæða gagnrýni í Danmörku.
Sögusviðið er Ísland við upphaf 19. aldar og byggir sagan á einu frægasta morðmáli Íslandssögunar, morðunum á Sjöundá. Sagan er sögð frá sjónarhóli Eyjólfs kapelláns, eins af aðalpersónum sögunnar.