Fara í innihald

Svínhvalir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svínhveli)
Þessi grein fjallar um ætt svínhvala. Svínhvalur getur líka átt við tegundina norðursnjáldra.
Svínhvalir
Tímabil steingervinga: Miocene - okkar daga
Svínahvalur á færeysku frímerki
Svínahvalur á færeysku frímerki
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hvalir (Cetacea)
Undirættbálkur: Tannhvalir (Odontoceti)
Ætt: Ziphiidae
Gray, 1850
Ættir

Berardius
Hyperoodon
Indopacetus
Mesoplodon
Tasmacetus
Ziphius

Svínhvalir (fræðiheiti: Ziphiidae),[1] einnig kallaðir nefjungar, nefjuhvalir eða nefhvalir,[2] eru hvalategundir af undirættbálki tannhvala (fræðiheiti: Odontoceti). Þeir eru mun stærri en höfrungar en hafa lítið verið rannsakaðir. Þeir halda oftast til á reginhafi þar sem er mikið dýpi.

Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund en ekki er ólíklegt að fleiri eigi eftir að finnast. Þær eru flokkaðar saman í fimm ættir (sumir líffræðingar telja þær sex). Dæmi um svínhvali við strendur Íslands eru andarnefja, gáshnallur, króksnjáldri, norðursnjáldri.

Afar lítið er vitað um vistfræði svínhvala og nokkrar tegundir eru einungis þekktar af beinafundum. Nokkrar tegundir hafa fyrst á síðustu áratugum fengið vísindalega umfjöllun. Allar tegundirnar nota óvenjulegar aðferðir við fæðuöflun. Í stað þess að festa ætið með því að bíta í það nota svínhvalir sogaðferð.[3] Þessir hvalir hafa sérkennilega langa kjálka en trýnið minnir á andagogg. Tennur hafa því sem næst horfið í þróun þessara tegunda, þær fá einungis tennur í neðrikjálka. Hjá nokkrum tegundum eru það einungis karldýrin sem fá tennur, nokkrar tegundir fá eins konar vígtennur sem sem stingast út úr kjaftinum og minna á tennur villisvína.

Allt eftir tegundum eru svínhvalir 3,5 til 13 metra á lengd og frá einu til fimmtán tonn á þyngd.

Útbreiðsla og hegðun

[breyta | breyta frumkóða]

Svínhvali má finna um öll úthöf en eru sjaldgæfir upp við strendur. Þeir eru þekktir fyrir að geta kafað niður á mikið dýpi. Þann 17. október 2006 mældist gáshnallur sem kafaði niður á 1 899 metra dýpi.[4] Hugsanlega geta þeir farið enn dýpra. Oftast kafa þeir í 20 til 30 mínútur en köf í allt að 85 mínútur hafa skráðst. Við Ísland er andarnefjan (fræðiheiti: Hyperoodon ampullatus) algengust af svínhvölum. Aðrar tegundir sem finna má í kringum landið eru gáshnallur (fræðiheiti: Ziphius cavirostris), króksnjáldri (fræðiheiti: Mesoplodon densirostris) og norðursnjáldri (fræðiheiti: Mesoplodon bidens).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Páll Hersteinsson (ritstj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005). ISBN 9979-2-1721-9