Svínhvalir
- Þessi grein fjallar um ætt svínhvala. Svínhvalur getur líka átt við tegundina norðursnjáldra.
Svínhvalir Tímabil steingervinga: Miocene - okkar daga | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Svínahvalur á færeysku frímerki
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Ættir | ||||||||||||||
Berardius |
Svínhvalir (fræðiheiti: Ziphiidae),[1] einnig kallaðir nefjungar, nefjuhvalir eða nefhvalir,[2] eru hvalategundir af undirættbálki tannhvala (fræðiheiti: Odontoceti). Þeir eru mun stærri en höfrungar en hafa lítið verið rannsakaðir. Þeir halda oftast til á reginhafi þar sem er mikið dýpi.
Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund en ekki er ólíklegt að fleiri eigi eftir að finnast. Þær eru flokkaðar saman í fimm ættir (sumir líffræðingar telja þær sex). Dæmi um svínhvali við strendur Íslands eru andarnefja, gáshnallur, króksnjáldri, norðursnjáldri.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Afar lítið er vitað um vistfræði svínhvala og nokkrar tegundir eru einungis þekktar af beinafundum. Nokkrar tegundir hafa fyrst á síðustu áratugum fengið vísindalega umfjöllun. Allar tegundirnar nota óvenjulegar aðferðir við fæðuöflun. Í stað þess að festa ætið með því að bíta í það nota svínhvalir sogaðferð.[3] Þessir hvalir hafa sérkennilega langa kjálka en trýnið minnir á andagogg. Tennur hafa því sem næst horfið í þróun þessara tegunda, þær fá einungis tennur í neðrikjálka. Hjá nokkrum tegundum eru það einungis karldýrin sem fá tennur, nokkrar tegundir fá eins konar vígtennur sem sem stingast út úr kjaftinum og minna á tennur villisvína.
Allt eftir tegundum eru svínhvalir 3,5 til 13 metra á lengd og frá einu til fimmtán tonn á þyngd.
Útbreiðsla og hegðun
[breyta | breyta frumkóða]Svínhvali má finna um öll úthöf en eru sjaldgæfir upp við strendur. Þeir eru þekktir fyrir að geta kafað niður á mikið dýpi. Þann 17. október 2006 mældist gáshnallur sem kafaði niður á 1 899 metra dýpi.[4] Hugsanlega geta þeir farið enn dýpra. Oftast kafa þeir í 20 til 30 mínútur en köf í allt að 85 mínútur hafa skráðst. Við Ísland er andarnefjan (fræðiheiti: Hyperoodon ampullatus) algengust af svínhvölum. Aðrar tegundir sem finna má í kringum landið eru gáshnallur (fræðiheiti: Ziphius cavirostris), króksnjáldri (fræðiheiti: Mesoplodon densirostris) og norðursnjáldri (fræðiheiti: Mesoplodon bidens).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jón Már Halldórsson. (2008, 17. september). Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur? Vísindavefurinn. http://visindavefur.is/svar.php?id=49089
- ↑ Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen. (1988). Spendýr. Undraveröld dýranna 12. Fjölvi.
- ↑ Heyning, J. E. and J. G. Mead, 1996. «Suction feeding in beaked whales: Morphological and experimental evidence». Contributions in Science. No. 464, 12 pp. Natural History Museum of Los Angeles County.
- ↑ «It's official: New free-diving record is 1,899 meters (6,230 feet)». Powered by CDNN - CYBER DIVER News Network by LEWIS SMITH
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Páll Hersteinsson (ritstj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005). ISBN 9979-2-1721-9