Laugahlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugahlíð í Svarfaðardal, bærinn Tjarnargarðshorn efst til vinstri, jarðhitinn kemur fram sem dökkir blettir í snjónum í hlíðinni, mars 2008.

Laugahlíð í Svarfaðardal er hlíðin fyrir sunnan og ofan Tjörn. Þar eru volgar laugar en vatn frá þeim hefur verið notað í Sundskála Svarfdæla sem vígður var 1929. Laugarnar raða sér í stórum dráttum á línu sem liggur norður-suður í hlíðinni. Heitustu volgrurnar eru tæplega 30°C. Laugasteinn er stór stakur steinn við laugarnar ofan við Sundskálann.

Neðan undir hlíðinni er bærinn Tjarnargarðshorn. Bæjarins er getið í Sturlungu. Á 20. öld var nafni hans breytt í Laugahlíð en upp úr aldamótum 2000 var nafnið aftur fært í sitt gamla horf. Á síðustu áratugum hafa allmörg hús risið í landi Tjarnargarðshorns svo nú er þar kominn snotur þéttbýliskjarni sem einu nafni nefnist Laugahlíð.

Nöfn húsa í Laugahlíð: