Húsabakki í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsabakkaskóli, aðalbygging

Húsabakki er hinn gamli barna- og unglingaskóli Svarfaðardalshrepps, nú Dalvíkurbyggð. Þetta var heimavistarskóli sem hóf göngu sína 1955 en var lagður af eftir miklar deilur 2004. [1] Félagsheimilið og íþróttahúsið Rimar eru á sama stað og voru hluti af skólabyggingunum. Þarna var einnig til húsa bókasafn sveitarinnar. Skólabyggingarnar standa á brattri brekkubrún við jaðar Friðlands Svarfdæla neðan þjóðvegarins sunnan við Tjörn. Á síðustu árum hefur verið ýmis konar starfsemi á staðnum, samkomuhald, gistiþjónusta, aðstaða fyrir fundi, ráðstefnur, námskeið og fleira. Bandalag íslenskra leikfélaga hélt þar leiklistarskóla á hverju sumri frá 1997-2009. Nú er þar gistiheimili, fuglasafn og sýning og aðstaða fyrir fræðimenn í náttúrufræðum.

Um sögu skólahalds á Húsabakka, nemendur og kennara má lesa í bókinni Svarfdælasýsl eftir Óskar Þór og Atla Rúnar Halldórssyni frá Jarðbrú.

  1. Óskar Þór Halldórsson og Atli Rúnar Halldórsson (2017). Svarfdælasýsl. Svarfdælasýsl forlag sf. Akureyri. bls. 554.