Fara í innihald

Stórhertogi Lúxemborgar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stórhertogi Lúxemborgar er þjóðhöfðingi Lúxemborgar. Hertogadæmið Lúxemborg var gert að stórhertogadæmi á Vínarþinginu árið 1815. Þá var það í sambandi við Sameinað konungdæmi Niðurlanda og Óraníuættina. Þegar Vilhjálmur 3. Hollandskonungur lést og Vilhelmína Hollandsdrottning tók við völdum í Hollandi 1890 gekk Lúxemborg til næsta karlkyns erfingja af Nassáættinni, Adolfs. Síðan þá hafa afkomendur hans ríkt sem stórhertogar, þar af tvær ríkjandi stórhertogaynjur, María Aðalheiður (1912-1919) og systir hennar, Karlotta (1919-1964). Núverandi stórhertogi er Hinrik af Lúxemborg.

Listi yfir stórhertoga

[breyta | breyta frumkóða]

Óraníu-Nassá-ætt

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Fæðingardagur Dánardagur Embættisár Tengsl við forvera
Vilhjálmur 1.
Willem Frederik
(Vilhjálmur 6. af Óraníu)
24. ágúst 1772 12. desember 1843 15. mars 1815

7. október 1840
þremenningur við Frans
og
beinn afkomandi hertogaynjunnar Önnu
Vilhjálmur 2.
Willem Frederik George Lodewijk
6. desember 1792 17. mars 1849 7. október 1840

17. mars 1849
sonur hans
Vilhjálmur 3.
Willem Alexander Paul Frederik Lodewijk
17. febrúar 1817 23. nóvember 1890 17. mars 1849

23. nóvember 1890
sonur hans

Nassá-Weilburg-ætt

[breyta | breyta frumkóða]
Name Mynd Fæðing Hjónabönd Andlát Erfðaréttur
Adolf
23. nóvember 1890 –
17. nóvember 1905
24.júlí 1817
Wiesbaden (Prússlandi)
(1) Elísabet stórhertogaynja
31. janúar 1844
[1 barn (andvana)]
(2) Aðalheiður María af Anhalt-Dessá
23. apríl 1851
[5 börn]
17. nóvember 1905
Colmar-Berg
Skyldur Vilhjálmi 3.
í karllegg
Vilhjálmur 4.
17. nóvember 1905 –
25. febrúar 1912
22. apríl 1852
Wiesbaden (Prússlandi)
María Anna af Portúgal
[6 börn]
25. febrúar 1912
Colmar-Berg
Sonur
Adolfs
María Aðalheiður
25. febrúar 1912 –
14. janúar 1919
(afsögn)
14. júní 1894
Colmar-Berg
Ógift
[barnlaus]
24. janúar 1924
Lenggries (Þýskalandi)
Dóttir
Vilhjálms 4.
Karlotta
14. janúar 1919 –
12. nóvember 1964
(afsögn)
23. janúar 1896
Colmar-Berg
Felix af Búrbon-Parma
6. nóvember 1919
[6 börn]
9. júlí 1985
Fischbach
Dóttir
Vilhjálms 4. /
Systir
Maríu Aðalheiðar
Jóhann af Lúxemborg
12. nóvember 1964 –
7. október 2000
(afsögn)
5. janúar 1921
Colmar-Berg
Jósefína Karlotta af Belgíu
9. apríl 1953
[5 börn]
23. apríl 2019
Lúxemborg, Lúxemborg
Sonur
Karlottu
Hinrik
7. október 2000 –
dagsins í dag
16. apríl 1955
Betzdorf
María Teresa af Lúxemborg
4. febrúar/14. febrúar 1981
[5 börn]
Á lífi Sonur
Jóhanns
Hinrik af LúxemborgJóhann af LúxemborgKarlotta af LúxemborgMaría Aðalheiður af LúxemborgVilhjálmur 4. af LúxemborgAdolf af LúxemborgVilhjálmur 3. HollandskonungurVilhjálmur 2. HollandskonungurVilhjálmur 1. Hollandskonungur