Stórhertogi Lúxemborgar
Útlit
Stórhertogi Lúxemborgar er þjóðhöfðingi Lúxemborgar. Hertogadæmið Lúxemborg var gert að stórhertogadæmi á Vínarþinginu árið 1815. Þá var það í sambandi við Sameinað konungdæmi Niðurlanda og Óraníuættina. Þegar Vilhjálmur 3. Hollandskonungur lést og Vilhelmína Hollandsdrottning tók við völdum í Hollandi 1890 gekk Lúxemborg til næsta karlkyns erfingja af Nassáættinni, Adolfs. Síðan þá hafa afkomendur hans ríkt sem stórhertogar, þar af tvær ríkjandi stórhertogaynjur, María Aðalheiður (1912-1919) og systir hennar, Karlotta (1919-1964). Núverandi stórhertogi er Hinrik af Lúxemborg.
Listi yfir stórhertoga
[breyta | breyta frumkóða]Óraníu-Nassá-ætt
[breyta | breyta frumkóða]Mynd | Nafn | Fæðingardagur | Dánardagur | Embættisár | Tengsl við forvera |
---|---|---|---|---|---|
Vilhjálmur 1. Willem Frederik (Vilhjálmur 6. af Óraníu) |
24. ágúst 1772 | 12. desember 1843 | 15. mars 1815 – 7. október 1840 |
þremenningur við Frans og beinn afkomandi hertogaynjunnar Önnu | |
Vilhjálmur 2. Willem Frederik George Lodewijk |
6. desember 1792 | 17. mars 1849 | 7. október 1840 – 17. mars 1849 |
sonur hans | |
Vilhjálmur 3. Willem Alexander Paul Frederik Lodewijk |
17. febrúar 1817 | 23. nóvember 1890 | 17. mars 1849 – 23. nóvember 1890 |
sonur hans |
Nassá-Weilburg-ætt
[breyta | breyta frumkóða]Name | Mynd | Fæðing | Hjónabönd | Andlát | Erfðaréttur |
---|---|---|---|---|---|
Adolf 23. nóvember 1890 – 17. nóvember 1905 |
24.júlí 1817 Wiesbaden (Prússlandi) |
(1) Elísabet stórhertogaynja 31. janúar 1844 [1 barn (andvana)] (2) Aðalheiður María af Anhalt-Dessá 23. apríl 1851 [5 börn] |
17. nóvember 1905 Colmar-Berg |
Skyldur Vilhjálmi 3. í karllegg | |
Vilhjálmur 4. 17. nóvember 1905 – 25. febrúar 1912 |
22. apríl 1852 Wiesbaden (Prússlandi) |
María Anna af Portúgal [6 börn] |
25. febrúar 1912 Colmar-Berg |
Sonur Adolfs | |
María Aðalheiður 25. febrúar 1912 – 14. janúar 1919 (afsögn) |
14. júní 1894 Colmar-Berg |
Ógift [barnlaus] |
24. janúar 1924 Lenggries (Þýskalandi) |
Dóttir Vilhjálms 4. | |
Karlotta 14. janúar 1919 – 12. nóvember 1964 (afsögn) |
23. janúar 1896 Colmar-Berg |
Felix af Búrbon-Parma 6. nóvember 1919 [6 börn] |
9. júlí 1985 Fischbach |
Dóttir Vilhjálms 4. / Systir Maríu Aðalheiðar | |
Jóhann af Lúxemborg 12. nóvember 1964 – 7. október 2000 (afsögn) |
5. janúar 1921 Colmar-Berg |
Jósefína Karlotta af Belgíu 9. apríl 1953 [5 börn] |
23. apríl 2019 Lúxemborg, Lúxemborg |
Sonur Karlottu | |
Hinrik 7. október 2000 – dagsins í dag |
16. apríl 1955 Betzdorf |
María Teresa af Lúxemborg 4. febrúar/14. febrúar 1981 [5 börn] |
Á lífi | Sonur Jóhanns |