Óraníuættin
Útlit
Óraníuættin er aðalsætt sem er grein af Nassáættinni. Núverandi konungur Hollands er af Óraníuætt.
Nafn sitt dregur ættin af furstadæminu og borginni Óraníu í Vaucluse í Frakklandi. Á fyrri hluta 16. aldar féll furstadæmið í hendur Nassáættarinnar frá Pfalz í Þýskalandi. 1544 tók Vilhjálmur þögli, ríkisstjóri Hollands, við sem Óraníufursti og afkomendur hans mynda Óraníuættina.