Fara í innihald

Óraníuættin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Hollands.

Óraníuættin er aðalsætt sem er grein af Nassáættinni. Núverandi konungur Hollands er af Óraníuætt.

Nafn sitt dregur ættin af furstadæminu og borginni Óraníu í Vaucluse í Frakklandi. Á fyrri hluta 16. aldar féll furstadæmið í hendur Nassáættarinnar frá Pfalz í Þýskalandi. 1544 tók Vilhjálmur þögli, ríkisstjóri Hollands, við sem Óraníufursti og afkomendur hans mynda Óraníuættina.