Fara í innihald

Disney+

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Disney+.

Disney+ er bandarísk streymisveita í eigu Disney. Á streymisveitunni er hægt að finna efni frá Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, National Geographic, 20th Century Fox, ABC og Fox.[1] Veitan var stofnuð 2019[2] og var hægt að fá íslenskan aðgang í september 2020 á ensku.[3]

Mikla athygli vakti í febrúar 2021 að engar íslenskar talsetningar eða myndtexti væri að finna á efni streymisveitunnar og meðal annars sendi menntamálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir forstjóra Disney tölvupóst um málið. Í júní 2021 bættust við íslenskar talsetningar og myndtextar á flestar kvikmyndir veitunnar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Disney+ | The home of Disney, Marvel, Pixar, Star Wars and National Geographic“. www.disneyplus.com (bresk enska). Sótt 21. september 2020.
  2. „Disney+“, Wikipedia (enska), 19. september 2020, sótt 21. september 2020
  3. „Disney+ til Íslands í september“. www.mbl.is. Sótt 21. september 2020.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.