Hilmar Guðlaugsson
Hilmar Guðlaugsson (2. desember 1930) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík og er fyrrverand formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
[breyta | breyta frumkóða]Hilmar er menntaður múrsmiður og starfaði sem slíkur um árabil. Hann var formaður Múrarafélags Reykjavíkur og síðar Múrarasambands Íslands, auk þess að gegna öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Hilmar gekk ungur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og tilheyrði verkalýðsarmi hans. Kjörtímabilin 1974-82 var hann varaborgarfulltrúi í Reykjavík og náði kjöri sem aðalmaður árið 1986. Hann sat í borgarstjórn samfleytt í tólf ár, en dró sig í hlé fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998.
Íþróttamál
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1978 var Hilmar kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Fram og gegndi því embætti um átta ára skeið, til ársins 1986. Hann er einn örfárra formanna Fram sem ekki á að baki keppnisferil með félaginu, en hann hóf afskipti sín af Fram fyrst á fullorðinsárum í gegnum íþróttaiðkun barna sinna.
Sonur Hilmars er Atli Hilmarsson, einn kunnasti handboltamaður Íslands.
Fyrirrennari: Steinn Guðmundsson |
|
Eftirmaður: Birgir Lúðvíksson |