Stefán Máni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Stefán Máni Sigþórsson (f. 3. júní 1970) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út nítján skáldsögur frá árinu 1996. Sögurnar eru á jaðri raunsæis, oft sagðar út frá sjónarhorni verkamanns og fjalla um skuggahliðar mannlegrar tilveru. Fyrsta skáldsaga hans, Dyrnar á Svörtufjöllum, kom út árið 1996 á eigin kostnað höfundar og vakti þó nokkra athygli. Glæpasagan Svartur á leik var tilnefnd til Glerlykilsins árið 2005. Stefán Máni hefur í tvígang hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, árið 2007 fyrir Skipið og 2013 fyrir Húsið. Báðar bækurnar voru jafnframt valdar sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

 • (1996) - Dyrnar á Svörtufjöllum
 • (1999) - Myrkravél
 • (2001) - Hótel Kalifornía
 • (2002) - Ísrael: saga af manni
 • (2004) - Svartur á leik
 • (2005) - Túristi
 • (2006) - Skipið
 • (2008) - Ódáðahraun
 • (2009) - Hyldýpi
 • (2011) - Feigð
 • (2012) - Húsið
 • (2013) - Úlfshjarta
 • (2013) - Grimmd
 • (2014) - Litlu dauðarnir
 • (2015) - Nóttin Langa
 • (2015) - Nautið
 • (2016) - Hin æruverðuga og ættgöfuga hefðarprincessa fröken Lovísa Perlufesti Blómsdóttir - Daprasta litla stúlka í öllum heiminum (barnabók)
 • (2016) - Svarti Galdur
 • (2017) - Skuggarnir

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.