Staðallíkan
Staðallíkanið er líkan í nútímaeðlisfræði, sem lýsir öreindum og þeim kröftum, sem verka á þær eða þá krafta sem þær bera samkvæmt skammtasviðskenningu. Helsti ókostur staðallíkansins er að það skýrir ekki þyngdarafl.
Öreindirnar skiptast gróflega í tvo hópa, fermíeindir, með hálftöluspuna og bóseindir (bósónur) með heiltöluspuna. Minnstu fermíeindirnar, sem ekki virðast samsettar úr öðrum smærri eindum, eru létteindir og kvarkar. Hver kjarneind (þungeind), sem samsett er úr þremur kvörkum, myndar ásamt rafeindum (létteind) frumeindir, sem eru bygginareiningar efnis. Miðeindir (mesónur) eru samsettar úr pörum kvarka og andkvarka. Nokkrar bóseindir miðla kröftum: ljóseindir (fótónur) rafsegulkrafti, kvarðabóseindir veika kjarnakraftinum, en límeindir þeim sterka. Margar öreindir, t.d. raf- og róteind, hafa rafhleðslu, en ekki nifteind, fiseind né ljóseind.
Fermíeindir
[breyta | breyta frumkóða]Hafa hálftöluspuna.
Létteindir
[breyta | breyta frumkóða]Eru efnisminnstu öreindirnar, en jafn vel er talið að fiseindir hafi engan massa. Massi raf- og jáeindar er 511 keV/c2.
Létteindir | ||||
1 | 2 | 3 | ||
---|---|---|---|---|
Rafhleðsla | 0 | Rafeindarfiseind (νe) | Mýeindarfiseind (νμ) | Táfiseind (ντ) |
−1 | Rafeind (e) | Mýeind (μ) | Táeind (τ) |
Kvarkar
[breyta | breyta frumkóða]Eru byggingareiningar efnis og mynda kjarneindir, sem ásamt rafeindum mynda efni. Sterkeindir eru samsettar úr kvörkum og hafa sterka víxlverkun.
Kvarkar | ||||
1 | 2 | 3 | ||
---|---|---|---|---|
Rafhleðsla | +2/3 | upp (u) | þokki (c) | toppur (t) |
−1/3 | niður (d) | sérstaða (s) | botn (b) |
Þungeindir
[breyta | breyta frumkóða]Eru sterkeindir samsettar úr þremur kvörkum, t.d. róteind (p) og nifteind (n), sem eru myndaðar úr upp- „u“ og niður-kvörkum „d“ þ.a. p=uud og n=udd. Massi kjarneindanna er um 940 MeV/c2.
Bóseindir
[breyta | breyta frumkóða]Bóseindir hafa heiltöluspuna.
Kratfmiðlandi eindir
[breyta | breyta frumkóða]Sex bóseindir (kraftmiðlarar) miðla frumkröftunum fjórum: Rafsegulkrafti, veika- og sterka kajarnakraftinum og þyngdarkraftinum.
Bóseind | Massi · c2 | Spuni | Rafhleðsla | Víxlverkun |
---|---|---|---|---|
Ljóseind | 0 | 1 | 0 | Rafsegulkraftur |
Z0-Bóseind | um 91 GeV | 1 | 0 | Veiki kjarnakrafturinn |
W+-Bóseind | um 80 GeV | 1 | 1 | |
W−-Bóseind | um 80 GeV | 1 | −1 | |
Límeind | 0 | 1 | 0 | Sterki kjarnakrafturinn |
(Þyngdareind) | 0 | 2 | 0 | Þyngdarafl |
Higgs-bóseindin gegnir lykilhlutverki í staðallíkaninu, en hefur þrátt fyrir mikla leit ekki fundist enn. Vonir eru bundnar við að finna hana í tilraunum með Stóra sterkeindahraðalinn.
Miðeindir
[breyta | breyta frumkóða]Eru sterkeindir samsettar úr pörum kvarka og andkvarka.