Límeind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Límeind er krafteind (bóseind/bósóna) sterka kjarnakraftsins. Hún verkar á milli kvarka, það er að segja í þungeindum (þá þrjár límeindir á milli þriggja kvarka) og miðeindum (þá ein límeind á milli kvarka og andkvarka hans). Hún heldur kvörkum saman. Kvörkum, í þungeindum, er gefinn litur til aðgreiningar en ekki er verið að tala um raunverulegan, sjáanlegan lit þeirra. Talið er að sá „litur“ sé í límeindum sem dreifa honum um alla kvarkana en séu ekki í kvörkunum sjálfum.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.