Bóseind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bóseind er eind með heiltöluspuna, sem hlítir Bose-Einstein-dreifingu. Kraftmiðlarar í staðllíkaninu, þ.e. ljóseind, þyngdardeind og vigureindir, eru bóseindir. Higgs-bóseind hefur ekki fundist enn, en vonir eru bundnar við að stóri sterkeindahraðalinn í CERN muni sanna tilvist hennar. Fermíeindir hafa hálftöluspuna.