Fara í innihald

Sósa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karamellusósa.

Í matreiðslu er sósa vökvi eða stundum hálffast efni sett á aðrar matvörur eða notað í undirbúningi annarra matvara. Yfirleitt eru sósur ekki borðaðar einar, þær bæta bragði, vætu og glæsibrag við annan rétt. Orðið sósa er dregið af franska orðinu sauce, upprunalega tekið frá latneska orðinu salsus, sem þýðir saltað. Til þess að heita sósa þarf að vera vökvi en sumar sósur (eins og salsa eða chutney) mega innihalda fleiri föst hráefni en fljótandi efni. Sósur eru mikilvægur hluti eldamennsku um allan heim.

Sósur geta verið keyptar sem tilbúin vara, eins og sojasósa, eða gerðar af kokki, eins og jafningur. Sósur fyrir salöt heita salatsósur.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.