Fara í innihald

MÓSA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staphylococcus aureus. Mynd úr rafeindasmásjá

MÓSA (fræðiheiti Methicillin-resistant Staphylococcus aureus; MRSA) er skammstöfun fyrir meticillín-ónæman Staphylococcus aureus.[1]

S. aureus er gram-jákvæð kúlulaga baktería sem finnst í klösum sem líkjast mjög vínberjaklösum. S. aureus er mjög algeng bakteríutegund sem finnst á húð manna og í nefi.[2]

MÓSA eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir venjulegum sýklalyfjum (methicillin, dicloxacillin, nafcillin, oxacillin o.fl) og cephalosporínum. MÓSA-sýkingar eru sérstakt vandamál í spítölum, fangelsum og dvalarheimilum þar sem sem sjúklingar með opin sár, tæki sem tengt eru líkama og bælt ónæmiskerfi er hættara við smiti en almenningi.

  1. Sigríður Antonsdóttir. „Hvað er MÓSA-smit?“. Vísindavefurinn 16.9.2002. (Skoðað 21.4.2009).
  2. Todar, Kenneth (2008). „Staphylococcus aureus and Staphylococcal Disease“ Todar's Online Textook of Bacteriology (Skoðað 21. apríl 2009).
  Þessi líffræðigrein sem tengist heilsu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.