Kjarnaklofnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kjarnaklofnun er kjarnahvarf þar sem þungum frumeindakjarna er sundrað í aðra minni kjarna.

Við kjarnaklofnun losnar bindiorka upphaflega frumeindakjarnans sem varmi eða rafsegulgeislun. Þessi bindiorka er mjög mikil og er hagnýtt til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum og til að knýja skip og kafbáta. Margar gerðir kjarnorkusprengja nýta orku frá kjarnaklofnun til að valda gríðarlegu tjóni en þær sem nýta kjarnasamruna eru mun öflugri vegna þess hve miku meiri orku hann skilar.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.