Kragastrympa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sporodictyon terrestre)
Kragastrympa
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking: Pezizomycotina
Flokkur: Eurotiomycetes
Undirflokkur: Chaetothyriomycetidae
Ættbálkur: Fjörusvertubálkur (Verrucariales)
Ætt: Fjörusvertuætt (Verrucariaceae)
Ættkvísl: Sporodictyon
Tegund:
Kragastrympa (S. terrestre)

Tvínefni
Sporodictyon terrestre
(Th. Fries) Savić & Tibell
Samheiti

Polyblastia terrestris Th. Fr.
Verrucaria terrestris (Th. Fr.) Tuck.

Kragastrympa (fræðiheiti: Sporodictyon terrestre, stundum misritað terrestris) er tegund fléttna af fjörusvertuætt. Kragastrympa hefur pólhverfa útbreiðslu og finnst í norðurheimskautabeltinu, barrskógabeltinu og í tempraða beltinu.[1]

Kragastrympa finnst víða á Íslandi á móbergi og jarðvegi, sérstaklega á sunnanverðu miðhálendinu, til dæmis í Esjufjöllum.[2] Kragastrympa á Íslandi sýnir mestan erfðafræðilegan skyldleika við norska og sænska stofna.[1]

Útlit og einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Kragastrympa er reitaskipt hrúðurflétta með grábrúnt eða gráleitt þal. Askhirslurnar eru svartar og útstæðar með átta gró í hverjum aski. Gróin eru ljósbrún eða glær, múrhólfa, sporbaugótt með fjórum til sex langveggjum.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Savić, S., & Tibell, L. (2009). Taxonomy and species delimitation in Sporodictyon (Verrucariaceae) in Northern Europe and the adjacent Arctic—reconciling molecular and morphological data. Taxon, 58(2), 585-605.
  2. 2,0 2,1 Flóra Íslands (án árs). Kragastrympa - Sporodictyon terrestris. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands þann 11. apríl 2021.


Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.