Fara í innihald

Hnoðeskingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eurotiomycetes)
Hnoðeskingar
Fléttan fjörusverta (Verrucaria maura) er algeng við sjóinn á Íslandi. Hún tilheyrir hnoðeskingum.
Fléttan fjörusverta (Verrucaria maura) er algeng við sjóinn á Íslandi. Hún tilheyrir hnoðeskingum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Hnoðeskingar (Eurotiomycetes)
Undirflokkar og ættbálkar[heimild vantar]
Chaetothyriomycetidae
Chaetothyriales
Pyrenulales
Verrucariales
Eurotiomycetidae
Coryneliales
Eurotiales
Onygenales
Mycocaliciomycetidae
Mycocaliciales

Hnoðeskingar[1] (fræðiheiti: Eurotiomycetes) er nýlegur flokkur sveppa sem tilheyra askveppum. Áður fyrr voru margir hnoðeskingar flokkaðir undir Plectomycetes. Sá flokkur hefur nú verið felldur niður. Undir hnoðeskingum eru vanalega taldar fimm ættir sem innihalda 52 ættkvíslir og um 230 tegundir.[1]

Innan hnoðeskinga finnast bæði fléttumyndandi sveppir og frílifandi sveppir. Fjöldi fléttumyndandi hnoðeskinga finnst hér á landi innan svertubálks (Verrucariales).[2] Aðeins sex tegundir frílifandi hnoðeskinga hafa verið greindar á Íslandi en fleiri ógreindra tegunda hefur verið getið.[3]

Hnoðeskingar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
Eurotiales - Fruggubálkur[1]
Trichocomaceae - Sóplóarætt[3]
Emericella nidulans[3]
Emericellopsis sp.[3]
Eurotium herbariorum - Ilmfrugga[3]
Eurotium repens[3]
Onygenales - Hyrnubálkur[3]
Gymnoascaceae - Bereskingsætt[3]
Arachniotus sp.[3]
Gymnoascus sp.[3]
Gymnoascus myriosporus[3]
Onygenaceae - Hyrnuætt[3]
Onygena corvina - Fjaðurhyrna[3]
Onygena equina - Hornhyrna[3]
Verrucariales - Svertubálkur[2]
Verrucariaceae - Svertuætt[2]
Endocarpon pulvinatum - Strimlaflaga[2][4]
Dermatocarpon - Sjö tegundir[2][4]
Catapyrenium - Tvær tegundir[2][4]
Henrica theleodes - Hrímstrympa[2]
Hydropunctaria maura - Fjörusverta[2]
Placidium lachneum - Stallapíra[2][4]
Polyblastia - Tíu tegundir[2][4]
Sporodictyon terrestris - Kragastrympa[2]
Staurothele - Fimm tegundir[2][4]
Verrucaria - um 21 tegund[2][4]
Wahlenbergiella - Að minnsta kosti tvær tegundir, grænsverta og dílsverta[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 2,12 2,13 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  3. 3,00 3,01 3,02 3,03 3,04 3,05 3,06 3,07 3,08 3,09 3,10 3,11 3,12 3,13 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.