Fara í innihald

Sporðgranaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sporðgranaætt
Tímabil steingervinga: Fyrri hluti Míósen - Nútíma[1]
Pterygoplichthys sp.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Granar (Siluriformes)
Undirættir

Delturinae
Hypoptopomatinae
Hypostominae
Lithogeneinae
Loricariinae
Neoplecostominae
Otothyrinae (stundum taldar til Hypoptopomatinae)
Genus Nannoplecostomus (incertae sedis)[2]

Sporðgranaætt (fræðiheiti: Loricariidae) er stærsta ætt grana (Siluriformes). Ættkvíslir eru 92 og hafa yfir 680 tegundir hafa verið taldar. Lengd þeirra er frá um 2 sentimetrum til metra.

Sporðgranar eiga sér útbreiðslusvæði í ferskvatni í Mið-Ameríku (Kosta Ríka og Panama) og hitabeltissvæða Suður-Ameríku. Tegundir hafa fundist í allt að 3000 metra hæð.

Megineinkenni þeirra eru harðar plötur sem þekja búk þeirra, sogmunnur og par fálmara. Útlit getur verið fjölbreytt og litir fjölskrúðugir. Flestar tegundirnar eru virkari á nóttunni og dvelja undir til að mynda steinum eða trjárótum yfir hábjartan dag. Sumar tegundir geta lifað utan vatns í margar klukkustundir.

Aðalfæða sporðgrana eru þörungar, hryggleysingjar og rotnandi efni. Sumar tegundir bera egg á sér meðan aðrar verpa í fast undirlag, t.d. leðju.

Sporðgranar eru vinsælir gæludýrafiskar. Oft eru þeir seldir sem pleco en ein vinsælasta tegundin er Hypostomus plecostomus sem getur orðið allt að hálfur metri að lengd. Meðal vinsælla ættkvísla eru: Ancistrus, Hypostomus, Hypancistrus og Pterygoplichthys.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Provenzano R., Francisco; Schaefer, Scott A.; Baskin, Jonathan N.; Royero-Leon, Ramiro (2003). Buth, D. G. (ritstjóri). „New, Possibly Extinct Lithogenine Loricariid (Siluriformes, Loricariidae) from Northern Venezuela“ (PDF). Copeia. American Society of Ichthyologists and Herpetologists. 2003 (3): 562–575. doi:10.1643/CI-02-160R1.
  2. Ribeiro, A.C., Lima, F.C.T. & Pereira, E.H.L. (2012): A New Genus and Species of a Minute Suckermouth Armored Catfish (Siluriformes: Loricariidae) from the Rio Tocantins Drainage, Central Brazil: The Smallest Known Loricariid Catfish. Copeia, 2012 (4): 637-647.