Sniðaspjall:Persóna/sandkassi

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætli við séum með margar greinar um konur sem heita „-son“?[breyta frumkóða]

Ég held að þetta sé ágæt lausn sem ég er með hérna til að leysa þetta ljóta "Fædd(ur)" vandamál í upplýsingakössunum. Nú lítur skriftan á hvort viðkomandi sé son eða dóttir og skilar rétt, sjá má dæmi á Notandi:Þjarkur/sandkassi2.

Fyrir útlensk nöfn er hægt að gefa upp kyn í þartilgerðum reit, annars er notað "Fædd(ur)".

Ætli við séum með margar greinar um konur sem heita Carlson og Ericson? Sýnist ekki vera hægt að leita að greinum eftir endingu. Þær myndu fá "Fæddur" í sinn upplýsingakassa meðan kyn er ekki annars gefið upp, sem er ekkert svaka slæmt (flestar konur nú þegar með „Þekktur fyrir“).

Einhver annars með mótbárur?

Þjarkur (spjall) 4. mars 2019 kl. 23:33 (UTC)[svara]

Það eru 29 konur sem eru með endinguna son. Dæmi um þær eru: Tove Jansson, Cindy Sampson, Þóra Hallgrímsson, Jayne Atkinson, Audrey Marie Anderson, Barbara Árnason og Elsa E. Guðjónsson. Miðað við að karlarnir með sömu endingu eru um tvö þúsund þá er þetta lítill listi.--Snaevar (spjall) 5. mars 2019 kl. 00:52 (UTC)[svara]
Jahá! Takk fyrir, talsvert færri en ég hefði haldið. Mér sýnist ég hafa fundið fína lausn á þessu, með því að kíkja að sjá hvaða kyn er skráð á Wikidata (óskiljanlegt fyrirkomulag að lesa þeirra gögn). Ég sé að sum verkefni eins og hið spænska sækja öll gögn frá Wikidata fyrir upplýsingakassa. Það tæki dágóðan tíma að staðfæra þann kóða, svo líklega gerum við það ekki, en þetta er allavega mögulegt að gera fyrir suma reitina. – Þjarkur (spjall) 5. mars 2019 kl. 01:38 (UTC)[svara]