Fara í innihald

Elsa E. Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elsa E. Guðjónsson (21. mars 1924 - 28. nóvember 2010) var lengi deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands.

Hún fæddist Elsa Ída Schepler Eiríksson. Móðir hennar var Elly Margrethe Eiríksson, fædd Schepler en hún fædd 1896 í Kaupmannahöfn. Langamma Elsu var Karen Marie Schepler sem stofnaði árið 1886 fyrirtækið Mælkeforsyningen Ravnsborg í Nørrebro í Kaupmannahöfn sem synir hennar tveir tóku yfir og var annar þeirra Carl Schepler faðir Elly Margrethe. Það fyrirtæki varð seinna að Irma, keðju matvöruverslana. Faðir Elsu var Halldór Guðmundur Marías Eiríksson fæddur 1889 á Hrauni á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Elsa giftist Þóri Guðjónssyni fiskifræðing og fyrrum veiðimálastjóra.

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík fór Elsa til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi í textíl- og búningafræðum, list og listasögu frá Háskólanum í Seattle árið 1945 og síðar meistaraprófi í sömu greinum auk miðaldasögu árið 1961.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.