Fara í innihald

Audrey Marie Anderson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Audrey Marie Anderson
Upplýsingar
FæddAudrey Marie Anderson
7. mars 1975 (1975-03-07) (49 ára)
Ár virk1994 -
Helstu hlutverk
Carla Aldrich í Once and Again
Kim Brown í The Unit

Audrey Marie Anderson (fædd 7. mars 1975) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Unit og Once and Again.

Anderson er fædd og uppalin í Fort Worth í Texas.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Anderson var árið 1994 í 90210 og hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Going to California, Still Life, Without a Trace, NCIS: Los Angeles og House. Frá 2000 til 2001 þá var Anderson með stórt gestahlutverk í Once and Again sem Carla Aldrich. Árið 2006 þá var henni boðið hlutverk í The Unit sem Kim Brown, sem hún lék til ársins 2009.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Anderson var árið 2002 í The Badge. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Larceny, Drop Dead Sexy og Beerfest.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2002 The Badge Unglings þjónustustúlka
2002 Moonlight Mile Audrey Anders
2004 Larceny Pönkstelpa
2005 Drop Dead Sexy Natalie
2006 Beerfest Fyndin stelpa nr. 1 sem Audrey Anderson
2012 Least Among Saints Jenny Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1994 90210 Lögreglumaður nr. 1 Þáttur: Cuffs and Links
1995 Law & Order Mrs. Barnett Þáttur: Pride
2000-2001 Once and Again Carla Aldrich 10 þættir
2001-2002 Going to California Claire Connor 3 þættir
2002 Providence Angela 3 þættir
2003 A Painted House Tally Spruill Sjónvarpsmynd
2003-2004 Still Life Emily Morgan 5 þættir
2004 Without a Trace Colleen McGrath 2 þættir
2005 Halley´s Comet Halley Newell Sjónvarpsmynd
2005-2006 Point Pleasant Isabelle Kramer 4 þættir
2006-2009 The Unit Kim Brown 69 þættir
2010 NCIS: Los Angeles Kristin Donnelly Þáttur: Past Lives
2010 Lie to Me Dr. Mary Hanson Þáttur: In the Red
2012 Private Practice Rose Filmore Þáttur: Are You My Mother
2012 House Emily Koppelman Þáttur: Nobody´s Fault

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]