Æðsti ráðherra Skotlands
Æðsti ráðherra Skotlands (enska: First Minister of Scotland, gelíska: Prìomh Mhinistear na h-Alba, skoska: Heid Meinister o Scotland) er pólitískur leiðtogi Skotlands og stjórnandi skosku ríkisstjórnarinnar. Æðsti ráðherrann sér um myndun, þróun og kynningu stefnu Skosku ríkisstjórnarinnar. Auk þess er hann fulltrúi Skotlands innan Bretlands og erlendis og ber ábyrgð á stjórnskipulegum málum varðandi valddreifingu og skosku ríkisstjórnina.
Æðsti ráðherrann er skoskur þingmaður og kosinn af skoska þinginu áður en hann er tilnefndur af konunginum. Æðsti ráðherrann skipar aðra ráðherra í embætti. Sem leiðtogi skosku ríkisstjórnarinnar stendur æðsti ráðherrann skoska þinginu reikningsskil gjörða sinna.
Alex Salmond var kosinn í stöðu æðsta ráðherra 16. maí 2007 og var svarinn í embætti daginn eftir. Þann 7. nóvember 2012 varð hann sá æðsti ráðherra sem hafði verið í embætti lengst af öllum, eða í 2.002 daga. Þetta var einum degi lengur en fyrirrennari hans Jack McConnell. Núverandi æðsti ráðherra Skotlands er John Swinney, en hann tók við af Humza Yousaf þegar hann sagði af sér árið 2024.
Listi yfir æðstu ráðherra
[breyta | breyta frumkóða]Heiti | Mynd | Tók við embætti | Hætti í embætti | Flokkur | ||
---|---|---|---|---|---|---|
1. | Donald Dewar | 13. maí 1999 | 11. október 2000 | Verkamannaflokkurinn | ||
Til bráðabirgða |
Jim Wallace | 11. október 2000 | 26. október 2000 | Frjálslyndir demókratar | ||
2. | Henry McLeish | 26. október 2000 | 8. nóvember 2001 | Verkamannaflokkurinn | ||
Til bráðabirgða |
Jim Wallace | 8. nóvember 2001 | 22. nóvember 2001 | Frjálslyndir demókratar | ||
3. | Jack McConnell | 22. nóvember 2001 | 16. maí 2007 | Verkamannaflokkurinn | ||
4. | Alex Salmond | 16. maí 2007 | 19. nóvember 2014 | Skoski þjóðarflokkurinn | ||
5. | Nicola Sturgeon | 20. nóvember 2014 | 28. mars 2023 | Skoski þjóðarflokkurinn | ||
6. | Humza Yousaf | 29. mars 2023 | 7. maí 2024 | Skoski þjóðarflokkurinn | ||
7. | John Swinney | 8. maí 2024 | Enn í embætti | Skoski þjóðarflokkurinn |