Fara í innihald

Skeiðaáveitan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skeiðaáveitan er kerfi áveituskurða á áveitusvæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Áveitan er þar sem Skeiðahreppur var, milli Hvítár og Þjórsár sunnan Vörðufells og takmarkast að sunnan af Merkurhrauni. Áveitusvæðið var um 55 km2 og voru 30 jarðir á svæðinu en áveitan náði ekki yfir tvær efstu jarðir hreppsins.[1]

Skeiðaáveita er ein af þremur áveitum sem voru gerðar í því augnamiði að veita vatni úr jökulám yfir mýrlendi til að búa til flæðiengi. Fyrst var gerð áveita á Miklavatnsmýri í Flóa (gerð um 1912-1913) og síðan var Skeiðaáveitan gerð árin 1917 til 1923. Síðust var gerð Flóaáveitan 1922-1928. Skeiðaáveita varð mun dýrari en áætlað var og var það meðan annars út af klöpp í hluta aðalskurðarins sem skurðgrafa réð ekki við.[2]

Skeiðaáveitan er eins og Flóaáveitan flokkur af áveitu sem kallast uppistöðuseytla. Í uppistöðuseytlum er vatn á stöðugri hreyfingu milli hólfa. Vatnið var um 10-40 sm á dýpt á áveitutímanum. Vatni var hleypt á áveiturnar í maí og látið standa fram í lok júní. Hvert áveituhólf var yfirleitt hvílt þriðja eða fjórða ár. [3]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pálmi Einarsson og Sigurður Sigurðsson, Skeiða-áveitan, Búnaðarrit - 1.- 2. Tölublað (01.01.1925)
  2. Helgi Skúlí Kjartansson, Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa, Skírnir 162. árg. 2. hefti, 1988, bls 330-360
  3. „Ragnheiður Gló Gylfadóttir, Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar: Kortlagning á áveitum frá 20. öld í Flóa og á Skeiðum, Fornleifastofnun Íslands, 2020“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. október 2022. Sótt 5. mars 2023.