Merkurhraun
Útlit
Merkurhraun kallast hraunspilda á mörkum Flóa og Skeiða. Merkurhraun er hluti af Þjórsárhrauni, sem rann fyrir um 8.600 árum eða 6.600 f.Kr. Jarðvegur á þessu svæði er þunnur, svo hraunstrýtur standa á mörgum stöðum upp úr mosaþembunum. Nafn sitt dregur hraunið af bænum Mörk sem var á þessu svæði, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín.