Vörðufell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vörðufell við Iðubrúna yfir Hvítá
Vörðufell.

Vörðufell er 391 metra hátt fjall austan við Hvítá hjá Iðu. Úr lofti séð er það þríhyrningslaga. Upp á fjallinu er vatnið Úlfsvatn. Fjallið er úr móbergi og grágrýti.

Sagnir herma að á 18. öld hafi unglingspiltur búið til flugham úr fuglsvængjum og tekist að svífa úr hlíðum fjallsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]