Vörðufell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vörðufell við Iðubrúna yfir Hvítá
Vörðufell.

Vörðufell er 391 metra hátt fjall austan við Hvítá hjá Iðu. Úr lofti séð er það þríhyrningslaga. Upp á fjallinu er vatnið Úlfsvatn. Fjallið er úr móbergi og grágrýti.

Sagnir herma að á 18. öld hafi unglingspiltur búið til flugham úr fuglsvængjum og tekist að svífa úr hlíðum fjallsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]