Skátafélagið Ægisbúar
Skátafélagið Ægisbúar | |
---|---|
![]() | |
Stofnun | 29. mars 1969 |
Staðsetning | Neshagi 3, Reykjavík |
Félagsforingi | Haukur Friðriksson |
Vefsíða | https://www.aegisbuar.is |
Starfssvæði | Vesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes |
Skátafélagið Ægisbúar (stofnað 1969) er skátafélag í Vesturbæ Reykjavíkur. Félagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni í Vesturbæ, Miðborg Reykjavíkur, Skerjafirði og á Seltjarnarnesi. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélagið Ægisbúar varð til þegar Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur voru lögð niður og sjálfstæð félög sett á fót í hverfum borgarinnar. Félagið starfaði í fyrstu í kjallara Hagaskóla, kjallara Hallveigarstaða og í kjallara á Fríkirkjuvegi 11, en flutti árið 1977 í Íþróttahús Hagaskóla þar sem það er nú með starfsemi sína. Fyrsti félagsforingi Ægisbúa var Hilmar Fenger.[1]
Skátasveitir
[breyta | breyta frumkóða]Í félaginu starfa fjórar skátasveitir.
- Drekaskátasveitin Selir
- Fálkaskátasveitin Hafmeyjur & Sjóarar
- Dróttskátasveitin Hvíta fjöðrin
- Rekkaskátasveitin Navis
Skátafélagið á skátaskálann Arnarsetur suðaustan við Sandskeið, nálægt Bláfjöllum.[2] Skálinn var reistur af Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins í kringum árið 1959 og um tuttugu árum síðar fengu skátar í Ægisbúum leyfi til að nota hann til skálaferða. Afnotin fengu skátarnir tímabundið gegn því að sinna viðhaldi. Skátarnir fengu skálann svo afhentan kvaðalaust árið 1974.[3] Skálinn er nú í talsverðri niðurníðslu og ekki í notkun.
Félagsforingjar
[breyta | breyta frumkóða]- Hilmar Fenger var fyrsti félagsforingi Ægisbúa
- Tómas Grétar Ólason tók við haustið 1969 – 1980
- Ragnar Heiðar Harðarson 1980 – 1982
- Júlíus Aðalsteinsson 1982 – 1984
- Karl Sæberg 1984 – 1986
- Haukur Harðarson 1986 – 1988
- Júlíus Aðalsteinsson 1988 – 1996
- Guðrún Inga Bjarnadóttir 1996 – 1997
- Sveinn Guðmundsson 1997 – 1998
- Guðný Eydal 1998 – 1999
- Sveinn Fr. Sveinsson 1999 – 2004
- Sigfús Kristjánsson 2004 – 2008
- Harpa Ósk Valgeirsdóttir 2008 – 2013
- Guðrún Harpa Bjarnadóttir 2013 – 2014
- Guðjón Geir Einarsson 2015 – 2017
- Helga Rós Einarsdóttir 2017 – 2020
- Tryggvi Bragason 2020 – 2022
- Haukur Friðriksson 2022 -[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skátar: Skátafélagið Ægisbúar > S.s. skáti, skátar, ægisbúar, ægisbúi, skátafélagið ægisbúar, skátafélag, skáti, skátar, krakkar, námskeið, útilíf, útivist, útivera, hreyfing, heilbrigði, fjallamennska, klifur, Arnarsetur, skálar, skáli, Bláfjöll, vesturbær, félagsmiðstöð, krakkar“. wayback.vefsafn.is. Afritað af uppruna á 2. mars 2005. Sótt 28 október 2020.
- ↑ „Æskan - 11.-12. Tölublað (01.11.1971) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28 október 2020.
- ↑ „Geymd eintak“. wayback.vefsafn.is. Afritað af uppruna á 2. mars 2005. Sótt 28 október 2020.
- ↑ „Um félagið | Skátafélagið Ægisbúar“. www.aegisbuar.is. Sótt 18 apríl 2024.